fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Nýliðar ársins með nýtt lag

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. mars 2025 07:52

Myndir: Mummi Lú og Einar Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarfólkið Ágúst og Klara Einars senda frá sér lagið Bara ef þú vissir i dag. 

Bæði stigu þau inn á stóra svið tónlistarinnar á síðasta ári hvort með sitt lag og árið var þeim báðum gott. Þannig eru þau bæði tilnefnd sem nýliðar ársins á Hlustendaverðlaunum 2025 sem afhent verða í næstu viku.

2024 rennur seint úr minni

Ágúst og Klara slá ekki slöku við því Ágúst byrjaði árið með því að koma sér alla leið í úrslit Söngvakeppninnar núna í febrúar með laginu Eins og þú. Ágúst heillaði þar sjónvarpsáhorfendur með faglegri nálgun og einlægum flutningi. Þá var Klara að gefa út dúettinn VBMM? í síðustu viku ásamt söngkonunni Katrínu Myrru, lag sem er komið á fulla ferð á útvarpsstöðum landsins.

2025 byrjar með látum

Síðustu mánuðir hafa verið alveg stórkostlegir, bæði að að stíga inn í Stuðlabandið og  hvað fyrsta lagið mitt Með þig á heilanum gekk vel,“ segir Ágúst. Svo er ég að koma niður á jörðina eftir Söngvakeppnina sem var reynsla sem ég er rosalega þakklátur fyrir“.

Síðasta ár var alger rússíbani, mikil gleði og auðvitað mikil vinna,segir Klara. Það var ótrúlega mikil viðurkenning að fá tilnefninguna til Hlustendaverðlaunanna og eiginlega meira heldur en ég hefði þorað að vona

Bara ef þú vissir er skemmtilegt samstarf

Klara og Ágúst hafa ekki unnið saman áður, en lagið er samið af Ágústi og Hákoni Guðbjarti Hjartarsyni sem stjórnaði upptökum. Þeir félagar settu sig í samband við Klöru í haust með það í huga að fá hana inn í þetta lag. 

Klara var einhvern veginn perfect match fyrir lagið og við erum á svipuðum stað á okkar ferli,“ segir Ágúst. Það var mjög gaman að vinna með strákunum,segir Klara. Eiginlega það gaman að ég og Hákon fórum svo bara beint í næst verkefni en ég segi ykkur frá meira frá því seinna. Ég hlakka mikið til að finna viðtökurnar við laginu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“