Heimildarmaður miðilsins segir sambandið ekki alvarlegt en það sé „á leiðinni að verða það.“
„Þau eiga margt sameiginlegt. Þau eru bæði vön því að vera í sviðsljósinu og vita hvernig á að halda einkalífinu úr því. Þau eru einnig bæði foreldrar,“ sagði heimildarmaðurinn.
Samkvæmt Page Six voru Woods, 49 ára, og Trump, 47 ára, fyrst vinir en síðan hafi ástin blómstrað.
„Þau eru góð saman,“ sagði heimildarmaðurinn og sagði þau einnig deila sömu gildunum.
Það er ekki vitað hvernig parið kynntist en þau eru bæði búsett í Flórída og elsta dóttir Vanessu, Kai Trump, er öflugur golfari, hún hefur oft keppt og spilar oft með afa sínum, forseta Bandaríkjanna Donald Trump.
Kai, 17 ára, er einnig í sama skóla og krakkar Woods, Sam, 17 ára, og Charlie, 16 ára, þannig það er hugsanlegt að þau hafi eitthvað tengst í gegnum börnin.