Reuters greinir frá því að Kostelic, sem vann til fernra silfurverðlauna á Vetrarólympíuleikunum á árunum 2006 til 2014, hafi verið á kajak ásamt öðrum einstaklingi þegar þeir villtust skammt frá eyjunni Ada Bojana. Þyrla og björgunarskip voru meðal annars kölluð út.
Dragan Krapovic, varnarmálaráðherra Svartfjallalands, segir að Kostelic og hinum manninum hafi verið bjargað af sjóher landsins og þakkar hann góðum tæknibúnaði um borð í Bell 412-þyrlu fyrir björgunina. Þyrlan er meðal annars búin hitamyndavél sem kom að góðum notum við leitina.