Dawn sló í gegn á tíunda áratugnum sem einn af meðlimum vinsælu stúlknasveitinnar En Vouge.
Hún greindi frá aðstæðum sínum í myndbandi á YouTube á dögunum.
„Síðastliðin þrjú ár hef ég búið í bílnum mínum. Nú er ég búin að segja þetta,“ sagði hún og virtist vera létt að segja frá þessu.
Söngkonan sagði að hún hafi ákveðið að flytja í bílinn eftir að hafa búið hjá foreldrum sínum í Las Vegas árið 2020. Hún sagði að hún hafi verið orðin þreytt á „reiði“ móður sinnar og hafi í kjölfarið ákveðið að flytja út.
„Þetta var dásamlegt þar til þetta var ekki lengur dásamlegt. Ég elska mömmu mína en hún varð mjög reið og tók mikið af reiðinni út á mér. Ég var alltaf skotmarkið og átti erfitt með að díla við það,“ sagði hún.
Það gekk illa að finna íbúð og sá hún myndbönd á netinu frá fólki sem býr í bílnum sínum og lífi þeirra. Hún ákvað að prófa að búa í bílmum sínum.
„Mér fannst ég frjáls,“ sagði hún. „Mér leið eins og ég væri í útilegu, eins og þetta væri það rétta í stöðunni.“
Hún tók það fram að hún væri ekki að leita eftir vorkunn. „Ég er að læra um hver ég er, ég er að læra um mig sjálfa, sem persónu og sem konu.“