„Ég hef verið með þessum manni í næstum áratug og hann var að byrja að fá bringuhár,“ sagði hún í myndbandi á TikTok.
Bunnie færði síðan myndavélina á bringu eiginmannsins.
@xomgitsbunnie #jellyandbunnie ♬ original sound – Bunnie Xo 🪄
Jelly Roll heitir réttu nafni Jason Bradley DeFord og hefur gefið út fjölda vinsælla laga, eins og Wild Ones ásamt Jessie Murph og Somebody Save Me með Eminem.
Söngvarinn greindi frá því í nóvember að hann væri á þyngdartapsvegferð og væri búinn að missa 54 kíló.
„Ég ákvað að deila þessu með fólki af ástæðu, ég vil vera hreinskilinn um það erfiða sem ég geng í gegnum. Það sem ég vill að fólk viti og sjái, er að ég komst ekki á þann stað sem ég er í dag vegna þyngdar minnar, heldur þrátt fyrir þyngd mína. Mér tókst einhvern veginn að njóta árangurs, verandi 250 kíló, það er sturlað,“ sagði hann.