Þau byrjuðu saman undir lok árs 2023 en hafa síðan þá haldið því, eða reynt að halda því, utan sviðsljóssins. Þau hafa hvorki rætt um hvort annað opinberlega né mætt saman á viðburði. Þau hafa samt ekki verið í felum og hafa stundum verið mynduð af paparazzi ljósmyndurum á ferð um götur New York.
Það kom því aðdáendum á óvart að fyrirsætan hafi rofið þögnina um sinn heittelskaða í viðtali við Vogue.
Sjá einnig: Nýja sambandið á sterum – 20 árum eldri en finnst hún „vitsmunalega áhugaverð“
Í viðtalinu sagðist hún virða sköpunargáfu Cooper. „Hann gefur mér svo mikið, hvatningu og bara trú á sjálfri mér. Þegar fólk sem þú lítur upp til hvetur þig áfram, þú byrjar að hafa svo mikla trú á þér sjálfri,“ sagði hún.
Hadid sagði að þau hafi kynnst í barnaafmæli hjá sameiginlegum vin.
„Ég held að bara komast á þann stað að vita hvað ég vil og verðskulda sé mikilvægt, og að finna síðan einhvern sem er líka á þeim stað í lífi sínu… og þið bæði vinnið í sitthvoru lagi til að koma saman og vera besti maki sem hægt er að vera.“
Fyrirsætan sagði sambandið vera „mjög rómantískt og hamingjusamt“ en hún ætlaði þó ekki að breyta um stefnu og verða skyndilega opin bók um kærastann.
Hadid á fjögurra ára dóttur, Khai, með söngvaranum Zayn Malik og Cooper á sjö ára dóttur, Leu, með fyrirsætunni Irinu Shayk.
Þegar fyrstu fréttir bárust af sambandi Cooper og Hadid greindu erlendir miðlar frá því að Shayk væri alls ekki sátt við Hadid og að það væri mikið drama í uppsiglingu.
Sjá einnig: Drama í Hollywood – Fyrrverandi allt annað en sátt með núverandi