fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
Fókus

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna

Fókus
Miðvikudaginn 12. mars 2025 08:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Í nýjasta þætti Alkasts Þvottahússins settust þeir niður félagarnir Gunnar Dan og Arnór og ræddu mikilvægustu málin.

Það fyrsta sem bar á góma snéri að líkamlegri heilsu og þeirri ábyrgð sem fylgir því að viðhalda kroppnum og huganum í lagi. Í því samhengi töldu þeir upp þau bætiefni sem þeir báðir hafa talsverða reynslu af eins og Aswagandha, Shilajit og CBD. Öll þessi efni ásamt ferðum í heit gufuböð og köld böð hafa með það að gera að stöðuleika sé komið á hormóna og boðefnakerfi líkamans.

Schumann Resonans

Því næst tók Gunnar nýja stefnu í samtalinu og fór yfir kenningar um Galactic Federation og Schumann Resonans.

Enn ein af áhugaverðustu kenningunum sem tengjast UFO og geimverum eru hugmyndir um Galactic Federation, eða bandalag vetrarbrautarinnar, sem samanstendur af verum frá mörgum mismunandi plánetum og vetrarbrautum.

Kenningin um þessi bandalög hefur verið viðurkennd af ákveðnum hópum innan andlegra og vísindalegra samfélaga, þar sem hún varpar ljósi á möguleg tengsl okkar við geimverur og hið óþekkta. Megináherslan á þessum kenningum er að Galactic Federation, sé „alþjóðlegt“ bandalag sem sér um að fylgjast með og vernda þróun jarðar og lífverur hennar, stuðla að friði, samvinnu og allt í nafni stöðugrar þróunar alheimsins.

Gunnar vill meina að þetta bandalag sé í tengslum við þróun okkar sem tegund, og það hafi mikil áhrif á þróun okkar á jörðinni í gegnum háþróuð og vísindarleg verkefni, sem jafnvel snúa að því að hækkun á tíðni mannlegrar meðvitundar.

Hvað það varðar þá er talið að menn séu nú að ganga í gegnum ákveðna þróun sem er tengd við hækkun á orkutíðni – sem í raun tengist Schumann resonans.

Schumann resonans vísar til náttúrulegra hljóðbylgna sem myndast í lofthjúp jarðarinnar. Gunnar segir þessa tíðni venjulega í kringum 7,83 Hz, sem hefur verið talin náttúrulegur „hjartsláttur“ plánetunnar. Þessar bylgjur hafa mikil áhrif á lífverur jarðarinnar, sérstaklega menn, þar á meðal gríðarleg áhrif á heilastarfsemi okkar og almennt líkamlega heilsu.

Nýlega hafa vísindamenn og áhugamenn um andlega þróun lagt fram kenningar um að Schumann resonans hafi hækkað á síðustu áratugum, og að þessi hækkun hafi áhrif á bæði jarðlíf og okkar eigin meðvitund. Þeir halda því fram að jörðin sé að fara í gegnum ákveðna breytingu sem tengist andlegri vakningu eða þróun, og að þetta sé hluti af þeirri  breytingu sem Galactic Federation hafi sagt frá.

Telur þetta vera ástæðuna

Síðustu vikur, eða síðan um áramótin hafa mælingar einkennst af sterkum sveiflum sem margir, meðal annars Gunnar, segjast finna sterkt fyrir. Hann segir:

„Ég er að vakna um miðjar nætur, stundum 2-3 svar á nóttu með mikin tinitus og ofurnæma heyrn, ég heyri í rafmagni og klukkuverki svo eitthvað sé nefnd, eitthvað sem ég hef aldrei fundið fyrir áður. Þar að auki finn ég fyrir miklum draumförum, nákvæmum og skýrum. Ég sem alltaf hef verið „svartsýnn“ á framtíð mannsins er allt í einu farin að trúa því að hugsað sé um okkur og ég finn að ákveðin svæði í líkama mínum eru að opnast, meiri ró er yfir mér, næmleiki, aukið innsæi og aukin styrkur.“

Gunnar segir að að samkvæmt þessum kenningum geti hækkun á Schumann resonans haft áhrif á þróun meðvitundar okkar, sem er stór þáttur í verkefnum Galactic Federeal. Það sem þýðir er að alheimsbandalagið sé að fylgjast með þessum breytingum og að þeir séu virkir í því að styðja okkur við að vaxa andlega og vitundarlega í gegnum þessi tíðnishækkun.

Gunnar segir að í heild sinni er hægt að álykta að tilgangur aðgerða Galactic Federal samhliða náttúrulegri hækkun Schuman Resonance sé að undirbúa okkur fyrir mikilvæg verkefni sem okkur verða gefin af ójarðneskum nágrönnum okkar sem munu leiða okkur að leið samkenndar, friðar og samvinnu við samfélag heillar vetrarbrautar. Ef þessi ályktun reynist rétt gæti það þýtt að við séum að upplifa tímanlega og ákjósanlega breytingu í þróun okkar sem tegund, þar sem við einmitt förum úr því að rífa og tæta hvort annað í sundur með ágreinig og græðgi og yfir í hreina ást og samvinnu.

Þetta magnaða samtal má heyra hér á spilaranum fyrir neðan ásamt að hægt er nálgast alla þætti Þvottahússins á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye bað Jay-Z afsökunar – Spurði síðan mjög óviðeigandi spurningar um Beyoncé

Kanye bað Jay-Z afsökunar – Spurði síðan mjög óviðeigandi spurningar um Beyoncé
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekktur leikari greindur með alvarlegan sjúkdóm

Þekktur leikari greindur með alvarlegan sjúkdóm
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Snorri gerði sig að athlægi í ræðustól Alþingis – Sjáðu myndbandið

Snorri gerði sig að athlægi í ræðustól Alþingis – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

David Beckham viðurkennir að þetta fer oft í taugarnar á fjölskyldunni

David Beckham viðurkennir að þetta fer oft í taugarnar á fjölskyldunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndbandið: Brynhildur sýndi leynda hæfileika – Netverjar í sjokki

Sjáðu myndbandið: Brynhildur sýndi leynda hæfileika – Netverjar í sjokki