fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Fimm af glæsilegustu konum landsins velja Ungfrú Ísland 2025

Fókus
Miðvikudaginn 12. mars 2025 14:23

Dómararnir í ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afnám ýmissa takmarkanna á þátttakendur gera keppnina að sannkallaðri veislu fyrir konur á öllum aldri og öllum lífsskeiðum

Ungfrú Ísland 2025, undankeppni Miss Universe 2025, tilkynnir með stolti dómnefnd keppninnar í ár. Um úrvalslið er að ræða, enda skipa dómnefndina í ár einar glæsilegustu konur landsins sem hafa á afrekaskrá sinni sigra í menningu, listum, íþróttum og atvinnulífi. Hin alþjóðlega Miss Universe keppni hefur nýlega breytt reglum töluvert hvað varðar þátttakendur og hafa til að mynda aldurstakmörk verið fjarlægð. Hin íslenska undankeppni, Ungfrú Ísland, hefur svo sannarlega notið góðs af því, og er þátttakendahópurinn fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr.

Sjá einnig: Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2025

Hið sama má segja um dómnefndina, en einar glæsilegustu konur landsins heiðra keppnina með aðkomu sinni.

Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikkona og Ólympíufari er hin íslenska skjaldmey sem hefur unnið sigra í bæði sundlauginni og sem leikkona og er þekkt á heimsvísu fyrir sterka framkomu.

Sólrún Diego er einn vinsælasti áhrifavaldur Íslands og þekkt fyrir fræðandi efni í heimilishaldi, afburðahæfileika í eldhúsinu, glæsileika og jákvæða útgeislun. Hún er tveggja barna móðir og eiginkona sem hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og lífsstíl, og sinnir öllu með glæsibrag.

Brynja Dan er athafnakona og frumkvöðull og lætur ekki móta sig af staðalímyndum eða manngerðum hindrunum. Brynja er þekkt fyrir sterka framkomu, smekkvísi og lausnamiðaða hugsun enda öflug kona sem sýnir í verki öðrum konum gott fordæmi.

Elísabet Hulda var kjörin Ungfrú Ísland árið 2020 og sem eitt af sjö systkinum veit hvernig á að skara fram úr fjöldanum og láta ljós sitt skína. Hún er sterkur talsmaður valdeflingar kvenna og mun leggja sitt af mörkum til að sá boðskapur verði til staðar meðal keppenda í Ungfrú Ísland.

Hanna Rún dansari er keppnismanneskja inn að rótum og hefur ekki tölu á öllum titlunum og bikurunum sem hún hefur nælt sér í á ferli sem spannar fjöldamörg ár. Hanna hefur sýnt í eigin lífi og ferli að metnaður og vinna skilar árangri og færir sem dómari slíkar áherslur að dómnefndarborðinu.

Ungfrú Ísland keppnin fer fram í Gamla bíó þann 3. apríl og miðasala er á www.tix.is  (https://tix.is/event/19042/ungfru-island-2025). Frekari upplýsingar um Ungfrú Ísland má finna á www.missuniverseiceland.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“
Fókus
Í gær

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þakklát fyrir erfiðleikana – „Ég þorði að vera berskjölduð, ég þorði að vera ég“

Þakklát fyrir erfiðleikana – „Ég þorði að vera berskjölduð, ég þorði að vera ég“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hreinskilin með brjóstastækkunina og sýnir útkomuna

Hreinskilin með brjóstastækkunina og sýnir útkomuna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu