fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fókus

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. mars 2025 09:57

Tinna Miljevic. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinna Miljevic er nýráðinn samfélagsmiðlasérfræðingur þjóðkirkjunnar. 

„Ég sótti á dögunum um starf sem er mér kært. Fór í gegnum umsóknarferlið og mér til mikillar undrunar fékk ég starfið. Ég hef störf 1.febrúar sem samfélagsmiðla sérfræðingur Þjóðkirkjunnar og er ótrúlega spennt. Á sama tíma finn ég hellings söknuð – hann blandast furðulega saman við fiðrildin í maganum. Ég mun sakna ykkar allra, meira en ykkur grunar. Mér þykir þetta erfitt skref þar sem ég byggði litlu Stofuna upp frá grunni og hún bjó okkur Úlfu til öryggið sem við þurftum. Hinsvegar er ég tilbúin og tek fagnandi á móti nýjum áskorunum,“

skrifaði Tinna á Facebook 22. janúar þar sem hún greindi frá nýju vinnunni.

Starf hennar hjá Biskupsstofu gengur út á að finna brú á milli almennings og kirkjunnar og hleypa fólki inn í starfsemina innan kirkjunnar og það gerir hún meðal annars í gegnum samfélagsmiðla.

„Markmið mitt er að fara inn í sem flestar kirkjur með símann á lofti og taka viðtöl við presta og aðra starfsmenn hverrar kirkju. Svo vil ég taka myndir af innviðum kirknanna þannig að fólk geti séð hvernig er umhorfs inni, hvað komast margir fyrir þar, hvernig er aðgengi þannig að fólk geti fengið hugmynd um hvaða kirkja hentar best fyrir athafnir sem það hyggst halda. Þannig vil ég opna kirkjurnar og færa þær nær fólkinu. Hægt er að sjá það sem ég er að vinna með ef fólk fer inn á Instagram og slær inn þjóðkirkjan eða bara kirkjan og þar  inni má finna aragrúa af myndböndum, bæði myndbönd af kirkjum, starfsfólki þeirra og skemmtilegum innslögum af ýmsum toga. Ég læt tónlist hljóma undir þessum myndböndum sem höfða til bæði eldra og yngra fólks,“ segir Tinna við Lifðu núna. Segir hún ferskan blæ hafa borist með nýjum biskupi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar ræðir um aðdraganda hjartaáfallsins – „Þetta var svo mikill sársauki að mig langaði bara út úr líkamanum“

Hjálmar ræðir um aðdraganda hjartaáfallsins – „Þetta var svo mikill sársauki að mig langaði bara út úr líkamanum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Millie Bobby Brown afhjúpaði sitt raunverulega nafn sem enginn bjóst við

Millie Bobby Brown afhjúpaði sitt raunverulega nafn sem enginn bjóst við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varpar fram nýrri kenningu um dauða Gene Hackman og eiginkonu hans

Varpar fram nýrri kenningu um dauða Gene Hackman og eiginkonu hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástæða þess að Dolly Parton eignaðist aldrei börn

Ástæða þess að Dolly Parton eignaðist aldrei börn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku