fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fókus

„Ég fékk að vita að fólk í þessum hópi hefur oft miklu að tapa“

Fókus
Mánudaginn 10. mars 2025 09:48

Mynd/Sterk saman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykur er nýtt verkefni sem Matthildar samtökin hafa sett af stað. Svala er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman en hún gerði þarfagreiningu á Íslandi og setti verkefnið á stokk.

Reykur er skaðaminnkunarverkefni sem hugsað er fyrir fólk sem reykir sterk vímuefni, eins og ópíóíða og örvandi vímuefni.

Flestir tengja skaðaminnkun við nálaskiptaþjónustu og fyrir fólk sem notar vímuefni í æð en það var löngu tímabært að stækka hugsunina og þjónustuna.

„Ég vissi að það væri hópur fólks sem reykti efnin sín en gerði mér enga grein fyrir því hversu stór og fjölbreyttur sá hópur er,“ segir Svala.

Eins og alltaf vinnur Svala með notendum.

„Notendasamstarf er grundvöllur fyrir öllu svona starfi og fólk tók mjög vel í það.“

Þegar unnið er með notendum tekur undirbúningur töluvert lengri tíma, sem maður þarf að gera ráð fyrir. Aftur á móti mun fólk líklega nýta sér þjónustuna betur og minni líkur á óþarfa óánægju og árekstra notenda og starfsfólks.

„Ég fékk að vita að fólk í þessum hópi hefur oft miklu að tapa, er í vinnu og skóla, þess vegna er allt nafnlaust. Ég hefði fyrirfram ekki haldið það,“ segir hún.

„Fólk bað um að það yrðu fáir sjálfboðaliðar til að byrja með, á meðan það væri að byggja upp traust.“

Reykur býður upp á búnað til að reykja, einföld vímuefnapróf, smokka, naloxone nefúða, fræðslu og sálrænan stuðning. Einnig er boðið upp á aðstoð við að komast í meðferðir og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar ræðir um aðdraganda hjartaáfallsins – „Þetta var svo mikill sársauki að mig langaði bara út úr líkamanum“

Hjálmar ræðir um aðdraganda hjartaáfallsins – „Þetta var svo mikill sársauki að mig langaði bara út úr líkamanum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Millie Bobby Brown afhjúpaði sitt raunverulega nafn sem enginn bjóst við

Millie Bobby Brown afhjúpaði sitt raunverulega nafn sem enginn bjóst við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varpar fram nýrri kenningu um dauða Gene Hackman og eiginkonu hans

Varpar fram nýrri kenningu um dauða Gene Hackman og eiginkonu hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástæða þess að Dolly Parton eignaðist aldrei börn

Ástæða þess að Dolly Parton eignaðist aldrei börn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku