fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fókus

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 1. mars 2025 09:00

Birgitta Ólafsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Birgitta Ólafsdóttir, sem gengur undir listanafninu BIRGO, veiktist alvarlega þegar hún var um þrettán ára gömul. Hún missti af restinni af grunnskólagöngu sinni, var svo veik að hún gat ekki talað, gengið eða hreyft sig og vissu læknar ekki hvað væri að hrjá hana.

Birgitta er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Margir kannast við hana úr Söngvakeppni sjónvarpsins en hún tók þátt á fyrra undanúrslitakvöldinu með lagið Ég flýg í storminn. Hún komst ekki áfram en fangaði hjörtu Eurovision aðdáenda um Evrópu alla.

Þú getur horft á þáttinn með Birgittu í heild sinni hér eða hlustað á Spotify. Hér að neðan má horfa á brot úr þættinum þar sem Birgitta ræðir um veikindin.

video
play-sharp-fill

Sjá einnig: Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“

Birgitta fæddist á Tálknafirði. Fjölskyldan flutti til Spánar þegar hún var um tveggja ára gömul og bjuggu þar í ár. Þau settust að í Kópavogi þegar þau sneru aftur heim og hafa búið þar síðan.

Lífið gekk sinn vanagang þar til Birgitta var í áttunda bekk og veiktist alvarlega.

„Ég fékk veirusýkingu í heilann sem læknarnir vissu ekkert hvað var. Bara einn daginn í skólanum sit ég við borðið og byrja að anda fáránlega. Það líður yfir mig og er kallað á sjúkrabíl, svo verð ég alltaf smá betri og betri og er send heim af spítalanum, en svo gerist þetta aftur og aftur, þangað til ég er lömuð. Get ekki talað, labbað eða hreyft mig neitt og er í rosalegum skjálftaköstum,“ segir Birgitta.

Birgitta Ólafsdóttir. Mynd/Alex Snær

„Þá er ég lögð inn á sjúkrahús og er í endalausum rannsóknum og prófum og þeir vita ekkert hvað er að, fyrr en einhver mjög gamall heilaskurðlæknir, held ég, kemur: „Já, ég held… Ég er búinn að vinna hérna í 50 ár og hef kannski séð 10 svona tilfelli, gæti verið þetta.“ Og var þá að meina veirusýkingu í heila, sem líkami minn var að vinna úr og þess vegna var ég að fá þessi skjálftaköst og þessi viðbrögð sem líkami minn fékk við að koma þessu út úr heilanum.“

Þetta tímabil er í móðu hjá Birgittu. „Ég var í algjöru blakkáti á þessum tíma. Eins og mamma lýsir þessu var ég gjörsamlega out of it. Eina sem ég veit er að ég fór í menntaskóla árið 2019 og þá var ég orðin þokkalega góð,“ segir hún.

Birgitta Ólafsdóttir.

Lífið er stutt

Um tíma þegar læknar vissu ekki hvað hrjáði Birgittu var mikil óvissa um framtíð hennar, hvort hún myndi einhvern tíma ganga eða tala aftur.

„Ég fékk alveg svakaleg þunglyndisköst og vildi mögulega heldur ekki halda áfram að lifa ef ég myndi lifa svona. Ég held líka að þetta hafi hvatt mig mikið áfram í tónlistinni og komast út úr skelinni og vilja ekki fara „rútínuleiðina“ eins og margir gera, lífið er allt of stutt til að einblína ekki á draumana,“ segir hún.

Birgitta ætlaði að fara í sálfræði eða tannlæknanám en ákvað að elta frekar drauminn og skráði sig í hljóðtækni.

„Ég fann hvað tónlistin hjálpaði mér mikið að komast í gegnum allt saman. Ég var svo rosalega lokuð eftir allt þetta og feimin, var ekkert að tjá mig við heiminn, náttúrulega búin að missa út úr unglingsárunum sem er mjög viðkvæmur tími, en ég fann mig aftur inn í lífið í gegnum tónlist.“

Fylgdu Birgittu á Instagram, TikTok og hlustaðu á tónlistina hennar á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 6 dögum

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Hide picture