„Gott Fólk. Þekkir einhver hér þennan sem skrifaði þetta skeyti svo langt síðan? Ég bjó á Tomasarhaga í tvö ár, 1978-80. Einu sinni var ég að labba hjá fjörunni við Ægisíðu og fann flösku með skeytið inn í. Nýbúinn að finna skeytið þegar ég var að taka til við gamalt drasl í kjallaranum. Væri bara gaman að vita aðeins um þennan Guttorm. Takk fyrir aðstöðina. Afsakið Íslenskuna mína, hún er ekki módurmálið mitt.“
Þannig hljóðar færsla Jim Erdmann í Facebook-hópnum Gamlar ljósmyndir og birtir hann með mynd af skeytinu, þar er vélritað:
„Halló. Hvernig líður þér sem tekur á móti þessari flösku, mér líður vel.
BRANDARI.
EINUSINI voru tveir hanar einn hét framm og einn aftur svo einn dag dó framm hver var eftir.
SVAR: afturBLESS: Guttormur Guttormsson.
ÞANN: 12/19 1979
GLEÐILEG JÓL“
Færsluna birti Jim mánudaginn 24. febrúar, hópmeðlimir brugðust skjótt við og tögguðu Guttorm í færsluna sem reyndist ekki í hópnum og því ekki sjá taggið né færsluna.
Sama dag svaraði svo títtnefndur og margtaggaður Guttormur í athugasemd við mikinn fögnuð hópmeðlima:
„Halló, Bingó sendandinn fundinn. Virkilega gaman að þessu, nánast óraunverulegt. Sendi þér línu á PM.“