fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. febrúar 2025 12:30

Kolbrún Pálína Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Pálína Helgadóttir, markaðssérfræðingur, markþjálfi, yin yoga-kennari og talskona MUNA tók saman ljúfar hugmyndir að því hvernig má gera myrkasta tíma ársins svolítið huggulegan í heilsublaði Nettó.

1. Komdu upp rútínu fyrir kvöldið
Skapaðu friðsælt umhverfi áður en þú ferð að sofa. Hreinsaðu húðina, nærðu hana með góðum kremum, burstaðu tennurnar og undirbúðu föt og töskur fyrir næsta dag. Hafðu vítamín morgundagins sömuleiðis tilbúin. Þessi einföldu skref minnka morgunstress og gera daginn betri.

2. Byrjaðu daginn með vatnsglasi
Fylltu glas af vatni kvöldið áður, bættu smá sítrónu út í og drekktu það strax um morguninn áður en þú grípur kaffibollann. Þetta hjálpar til við að vökva líkamann eftir nóttina og undirbýr hann fyrir daginn.

3. Njóttu góðs kaffibolla eða heilsusamlegs drykks
Gefðu kaffibollanum smá dekur. Prófaðu að bæta næringarefnum út í kaffið eða búa til kaffibúst sem nærir og gleður. Hér eru þrjár uppskriftir að kaffidrykkjum sem krydda hversdagsleikann:

Kryddaður
Sterkur kaffibolli eða kryddað te, t.d. chai, kanil- eða túrmerikte.
2 tsk. MUNA möndlusmjör
1 tsk. MUNA kanill
½ tsk. MUNA túrmerik
Pipar
Kollagen
Blandið öllu varlega saman í blandara. Gætið þess að heiti vökvinn kólni aðeins fyrst.
Heitur
Kaffi
2 tsk. MUNA möndlusmjör
2 tsk. kollagen, ef vill
1 tsk. MUNA kanill
1 daðla frá MUNA

Blandið öllu varlega saman í blandara. Gætið þess að heiti vökvinn kólni aðeins fyrst.

Sterkur
1 banani
1 sterkur kaffibolli
2 tsk. MUNA hnetusmjör
1 msk. súkkulaði- eða vanilluprótein frá NOW, eftir smekk
3–4 ísmolar
1 bolli Isola möndlumjólk

Blandið öllu varlega saman í blandara þar til drykkurinn er laus við kekki.

4. Iðkaðu yin yoga eða slökunaræfingar
Hægar hreyfingar eins og í yin yoga geta dregið úr streitu og hjálpað þér að tengjast sjálfum þér á dýpri hátt. Þetta er frábær leið til að ná jafnvægi í huga og líkama.

5. Lestu bók sem nærir sálina
Veldu bók sem veitir þér innblástur eða hjálpar þér að slaka á. Lestur er frábær leið til að leyfa huganum að flakka og njóta rólegra kvöldstunda.

6. Haltu dagbók
Taktu frá nokkrar mínútur á hverjum degi til að skrifa niður hugsanir þínar, markmið eða þakklæti. Þetta hjálpar þér að skýra hugann og finna jafnvægi.

7. Eldaðu heitan, hægeldaðan mat
Nýttu mánuðinn til að prófa uppskriftir að hægelduðum réttum sem fylla heimilið af hlýju og ilmi. Góður matur er ekki aðeins næring fyrir líkamann heldur einnig fyrir sálina.

8. Heit líkamsrækt
Prófaðu líkamsrækt sem eykur hita og orku, eins og spinning, hot yoga eða kraftmikla dansæfingu. Það veitir þér bæði líkamlegan og andlegan létti.

9. Gefðu þér tíma fyrir náttúruna
Farðu út í myrkrið og upplifðu friðsæld vetrarins. Stutt ganga eða kyrrlát stund undi stjörnubjörtum himni geta verið endurnærandi.

10. Einbeittu þér að litlu hlutunum
Finndu það sem gleður þig í daglegu lífi. Það gæti verið morgunstund með tebolla, ljúft augnablik með fjölskyldu eða nýr ilmur sem lyftir andanum. Litlu hlutirnir skipta máli og þess vegna er mikilvægt að finna það sem kryddar tilveruna þína.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Í gær

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst