fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fókus

Treður upp í Hörpu og í kjölfarið á West End

Fókus
Föstudaginn 7. febrúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir íslenskir aðdáendur Taylor Swift ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð í Hörpu 29. mars nk. Reyndar mætir söngstjarnan ekki í eigin persónu til landsins en breska söngkonan Xenna mun taka alla helstu smelli Swift með dönsurum og hljómsveit í Eldborgarsal Hörpu. Um er að ræða Eras upplifun sem fylgir eftir samnefndu tónleikaferðalagi Taylor Swift sem hún hefur sjálf lýst sem ferðalagi í gegnum öll tónleikatímabil sín.

Hin 29 ára gamla Xenna Kristian segist hlakka mikið að koma til Íslands í fyrsta skipti og skemmta áhorfendum í Hörpu. 

„Ég hef aldrei komið til Íslands áður og ég er mjög spennt. Ég hef bara heyrt góða hluti um Ísland og Íslendinga. Ég er líka búin að heyra að Harpa sé glæsileg tónlistarhöll og ég hlakka mikið til að halda tónleika þar,“ segir Xenna í viðtali við DV.

„Ég er búin að syngja síðan ég var lítil stelpa. Ég fór alltaf í leiklistar- og söngtíma eftir skóla. Það var samt ekki fyrr en eftir menntaskóla sem ég ákvað að gera þetta að vinnunni minni að verða söngkona.“

Hún söng bakraddir fyrir hljómsveitina Blue sem og söngvarana þekktu Peter Andre og Christopher Maloney svo einhverjir séu nefndir en undanfarin 11 ár hefur hún einbeitt sér að lögum Taylor Swift. Hún er orðin mjög þekkt í Bretlandi enda búin að koma fram í öllum helstu borgum þar í landi eins og áður segir með Taylor Swift by Xenna sýninguna. 

Var líkt við Taylor Swift

„Ég hef lengi verið aðdáandi Taylor Swift, alveg síðan ég var unglingur. Ég hef alltaf elskað alltaf tónlistina hennar alveg frá því hún byrjaði að koma fram. Á unglingsárum mínum fór fólk að nefna við mig að ég líktist henni í útliti og það þótti mér auðvitað mjög skemmtilegt. Þá fór ég að hlusta enn meira á hana og lög hennar. Hún er auðvitað alveg frábær söngkona og framkoma hennar á sviðinu er engu lík,“ segir Xenna. 

Þess má geta að bresk dagblöð tóku meira að segja upp í fréttum að Xenna væri tvífari Taylor Swift árið 2013 þegar Xenna var 17 ára. Hún segir enn fremur að það að henni var líkt við Taylor Swift hafði áhrif á að hún fór að syngja lög stjörnunnar og þannig atvikaðist að sýningin Taylor Swift by Xenna var sett á laggirnar. 

Xenna mun flytja alla helstu smelli Taylor Swift í Hörpu eins og Love Story, Blank Space, We Are Never Ever Getting Back Together, Anti-Hero, Look What You Made Me Do, Shake It Off.

Komið fram í öllum helstu borgum Bretlands

Xenna mun halda tvenna tónleika á sama degi þann 29. mars, annars vegar klukkan 15 og hins vegar klukkan 20. Hún hefur engar áhyggjur af því enda vön því að koma fram á tónleikum þar sem hún hefur sungið Taylor Swift lög í 11 ár í tónleikahöllum víða í Bretlandi. 

Taylor Swift by Xenna hefur verið sýnd í öllum helstu borgum Bretlands og fengið mjög góða dóma áhorfenda og gagnrýnenda. Að loknum tónleikunum í Hörpu mun Xenna stíga á svið í Adelphi Theatre í West End í London og raunar aðeins viku á eftir viðburðinum í Hörpu. 

Það er gríðarlega spennandi fyrir mig að koma fram í West End sem er auðvitað vagga menningarviðburða í London. Ég þarf eiginlega að klípa mig í hendina til að átta mig á að þetta er ekki draumur. En fyrst er það Ísland og það er einnig gríðarlega spennandi dæmi í mínum huga. 

Ekta Eras Tour upplifun

Aðspurð hvers íslenskir áhorfendur mega vænta af tónleikunum hennar svarar hún: ,,Þetta verður ekta Eras Tour upplifun. Það verða dansarar og hljómsveit með mér á sviðinu og ég mun skipta ört um búninga og kjóla. Þetta verður mikið stuð.

Þess má geta að 12 ára og yngri fá 35% afslátt á fyrri sýninguna klukkan 15.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“

Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ævintýralega dramað heldur áfram – Dómari slær á fingur leikaranna og biður þau að hætta að reka málið fyrir fjölmiðlum

Ævintýralega dramað heldur áfram – Dómari slær á fingur leikaranna og biður þau að hætta að reka málið fyrir fjölmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég ætla ekki að dæma hvað er rétt eða rangt í þessu“ 

„Ég ætla ekki að dæma hvað er rétt eða rangt í þessu“