fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Einstök tónlistarveisla haldin til minningar um April Stjörnu

Fókus
Föstudaginn 7. febrúar 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósið Rokkar – Styrktartónleikar Ljóssins: Einstök tónlistarveisla sem verður haldin á Gauknum sunnudaginn 9. febrúar næstkomandi til styrktar Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.

Þar koma fram Eyþór Ingi, Teitur Magnússon, Mørose, Moskvít og The Wolfpack.

Hátíðin verður haldin til minningar um April Stjörnu.  Okkar elskulega April Stjarna greindist með 4. stigs krabbamein (Alveolar soft part sarcoma og pulmonary metastasis (lungnameinvörp) þegar hún var nýbökuð móðir, aðeins tvítug að aldri. 

April Stjarna fór í gegnum nokkrar lyfjameðferðir, geislameðferð og heilaskurðsaðgerð og eftir hetjulega baráttu, um þriggja ára skeið, hafði krabbameinið því miður betur í baráttunni. 

Hún tókst á við alla erfiðleikana með glaðværð og hugprýði og  sinnti dóttur sinni og fjölskyldu eins mikið og hún mögulega gat fram á síðustu stundu. 

Á hátíðinni verður fjölbreytt dagskrá til stuðnings Ljóssins. Í boði verða kökusala, varningur seldur af sjálfboðaliðum Ljóssins, spennandi happdrætti og tækifæri til að leggja sitt af mörkum með frjálsum framlögum. 

Markmið tónleikanna er að vekja athygli á mikilvægu og ómetanlegu starfi Ljóssins og safna fjármagni til að tryggja áframhaldandi stuðning fyrir þá sem þurfa á því að halda. 

Aðgangseyrir er 2.500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn undir 16 ára. 

Húsið opnar kl 17 og fyrsta band byrjar kl 18.

Sjá nánar um viðburðinn hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Í gær

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst