Vilhjálmi Bretaprins fannst afar óþægilegt að Meghan Markle, þá kærasta Harry bróður hans, faðmaði hann í hvert skipti sem þau hittust. Blíðuhót Markle, sem voru á öndverðum meiði við stirðbusaleg og stíf samskipti konungsfjölskyldunnar, urðu líka til þess að sögusagnir fóru á kreik um að hún væri að gera hosur sínar grænar fyrir Vilhjálmi.
Þetta kemur fram í nýrri bók um bresku konungsfjölskylduna, Yes Ma’am: The Secret Life of Royal Servants, þar sem þjónustufólk konungshirðarinnar tjáir sig um hvað gekk á bak við tjöldin.
Bókin fjallar um árin 2016 – 2020 þegar allt lék enn nokkurn veginn í lyndi milli bræðranna þó að samskiptin væru tekin að stirðna nokkuð. Segir í bókinni að Vilhjálmur hafi tekið sögusagnirnar mjög inn á sig og þær hafi orðið til þess að samskiptin milli hans og Harry versnuðu.
Þá hafi Meghan átt erfitt með að aðlagast því að formlegheitin sem fjölskyldan sýndi af sér í opinberum athöfnum hélt áfram í daglegu lífi þeirra bak við luktar dyr.