fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fókus

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést

Fókus
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 09:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne, fyrrverandi meðlimur One Direction, lést í Buenos Aires í Argentínu í október síðastliðnum, aðeins 31 árs að aldri.

Hann hrapaði til bana af svölum hótelherbergis síns í Buenos Aires. Samkvæmt starfsmönnum hótelsins, Casa Sur Hotel, hagaði Payne sér einkennilega áður en hann lést, hann var æstur og óútreiknanlegur og var fylgt að herbergi sínu af starfsfólki. Skömmu síðar fannst hann látinn.

Sjá einnig: Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Payne hafði verið í sambandi með áhrifavaldinum Kate Cassidy í tvö ár áður en hann lést. Hún var með honum í Argentínu en flaug heim nokkrum dögum fyrir harmleikinn. Á heimleiðinni birti Cassidy myndband á TikTok og sagði að hún og Payne hafi upphaflega bara ætlað að vera þarna í „fimm daga“ en ferðin hafi lengst. Hún sagðist vera spennt að fara heim og sofa í eigin rúmi.

„Ég var bara: Ég þarf að fara heim,“ sagði hún í myndbandinu. Cassidy greindi ekki frá því af hverju Payne hafi ákveðið að vera lengur.

Tveimur dögum síðar var veröld hennar snúið á hvolf þegar hún fékk þær fréttir að kærasti hennar væri látinn. Cassidy opnar sig um síðustu dagana og nánar um ástæðu þess að hún hafi farið fyrr heim í viðtali við The Sun. Þetta er fyrsta viðtalið sem hún veitir og brotnaði hún niður í því og sagðist óska þess að hún hafi ekki farið heim á undan honum.

Liam Payne and Kate Cassidy arrive at the "All Of Those Voices" UK Premiere
Mynd/Getty Images

Þess vegna fór hún heim

Cassidy útskýrir einnig af hverju hún hafi farið heim á undan honum, til að hugsa um hund þeirra Nölu.

„Við áttum hundinn okkar og mér augljóslega datt aldrei í hug að eitthvað svona gæti gerst,“ segir hún.

Hún deilir síðustu skilaboðunum sem hún sendi söngvaranum, en eftir að hún kom heim setti hún upp hrekkjavökuskraut heima hjá þeim og segir að hún hafi verið spennt að sýna Payne útkomuna. Hún sendi honum skilaboð, sem urðu hennar síðustu skilaboð til hans: „Ég get ekki beðið eftir að þú kemur heim og sérð húsið.“

Cassidy birti einnig síðustu myndina sem hún tók af Payne, mynd af honum á hestbaki. „Hann virðist svo hamingjusamur,“ sagði Cassidy um myndina.

Kate Cassidy, Instagram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jóhannes Haukur lætur höggin dynja á Kaftein Ameríka- „Þarftu pásu?“

Jóhannes Haukur lætur höggin dynja á Kaftein Ameríka- „Þarftu pásu?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vin Diesel lullar í lægsta gír

Vin Diesel lullar í lægsta gír
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móa sendir frá sér nýtt lag

Móa sendir frá sér nýtt lag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað Kanye sagði við hana rétt áður en hún afklæddist – „Hún lítur út fyrir að vera skelfingu lostin“

Varalesari afhjúpar hvað Kanye sagði við hana rétt áður en hún afklæddist – „Hún lítur út fyrir að vera skelfingu lostin“