fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fókus

Hún var skelfingu lostin en reyndi að ná athygli ökumanna – Handamerkið sem bjargaði henni

Fókus
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 12:26

James Herbert Brick.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf gott að rifja upp handamerkið sem varð til í Covid-faraldrinum sem getur bjargað lífi þolenda.

Gott dæmi um það er þegar hugrökk unglingsstúlka gaf ökumanni bifreiðar merkið. Hann kannaðist við það og hringdi í neyðarlínuna og tókst lögreglu að stöðva bifreiðina sem stúlkan var í. Maðurinn sem hafði numið stúlkuna á brott var í kjölfarið handtekinn.

Merkið var búið til vegna aukinnar hættu fyrir þolendur heimilisofbeldis í kjölfar félagslegrar einangrunar vegna Covid.

„Merki til hjálpar“ (e. signal for help) er handamerki sem þolendur geta notað til að láta vita að þeir séu beittir ofbeldi eða finnst þeim ógnað. Handamerkið var hluti af nýrri herferð kanadískra kvennasamtakanna, Canadian Women‘s Foundation, gegn heimilisofbeldi og vakti mikla athygli á TikTok.

Hefur bjargað fólki

Fyrir þremur árum var 16 ára stúlku bjargað nálægt Kentucky í Bandaríkjunum. Henni hafði verið rænt og var hún farþegi í bifreið, maðurinn sem hafði rænt henni var að keyra bílinn.

Stúlkan nýtti tækifærið á meðan maðurinn horfði á veginn að gefa merkið út um gluggann farþegameginn. Loksins tók ökumaður annarrar bifreiðar eftir henni og kannaðist við merkið, hann hringdi strax á lögreglu sem tókst að stöðva bifreiðina og bjarga stúlkunni.

Lögreglan greindi frá því á sínum tíma að stúlkan hafði ferðast með manninum, James Herbert Brick, gegn hennar vilja, í gegnum Norður-Karólínu, Tennessee, Kentucky og Ohio. Að sögn yfirvalda reyndi hún að fanga athygli ökumanna, sem tókst að lokum.

James var dæmdur í fjögurra ára fangelsi.

Þolendur heimilisofbeldis geta leitað sér aðstoðar hjá eftirtöldum aðilum:

Á höfuðborgarsvæðinu:

Kvennaathvarfið – sími: 561-3720 Neyðarnúmer allan sólarhringinn: 561-1205 Netfang: Kvennaathvarf@kvennaathvarf.is Stígamót – sími: 562-6868 / 800-6868 Netfang: stigamot@stigamot.is

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis Landspítalanum 543 1000 – Aðalskiptiborð LSH 543 2000 – Afgreiðsla bráðamóttöku LSH 543 2094 – Neyðarmóttaka á dagvinnutíma 543 2085 – Áfallamiðstöð LSH Kristínarhús – Sími: 546 3000 Netfang: steinunn@stigamot.is Kvennaráðgjöfin – Sími: 552-1500 Karlar til ábyrgðar – Sími : 555-3020 Drekaslóð – Símanúmer: 551 – 5511 / 860-3358

Bjarkarhlíð – Þolendamiðstöð. Sími: 553-3000

Landsbyggðin:

Aflið, systursamtök Stígamóta á Akureyri – Símanúmer: 461 5959 / 857 5959 Sólstafir, systursamtök Stígamóta á Ísafirði – Sími: 846-7484

Bjarmahlíð – Þolendamiðstöð. Sími: 551-2520

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki