Stephen sló eftirminnilega í gegn í dansþáttunum So You Think You Can Dance árið 2008 þar sem hann lenti í öðru sæti og eignaðist fjölda dyggra aðdáenda. Síðan gerði hann garðinn enn frægari þegar hann var ráðinn sem plötusnúður í spjallþáttum Ellen DeGeneres árið 2014.
Allison opnar sig um aðdragandann að sjálfsvígi eiginmanns síns í sjálfsævisögunni This Far: My Story of Love, Loss and Embracing The Lights. Hún segir að hann hafi breyst eftir að hann fór í Ayahuasca-athöfn, en um er að ræða athöfn þar sem fólk notar Ayahuasca sem er ofskynjunarlyf/hugvíkkandi efni.
Allison segir að hún hafi tekið eftir mikilli breytingu hjá Stephen í kjölfarið. „Hann var hvorki hamingjusamur né örlátur lengur,“ segir hún.
„Mér líður eins og hjarta hans hafi ekki lengur verið á sama stað eftir að hann kom til baka.“
„Hann gat enn verið glaður og sett á sig bros til að komast í gegnum daginn, en það var eins og að það væri eitthvað horfið úr augum hans,“ segir hún og bætir við að það hafi verið eins og hann hafi „opnað á eitthvað en aldrei jafnað sig almennilega og tekist að komast undan því.“
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.