Þau gengu í það heilaga í september 2023 og eiga á milli sín fimm börn á táningsaldri. Það er óhætt að segja að það sé nóg að gera.
„Við giftum okkur og svo fjögur ár í kjölfarið eru fermingar, fermdum í fyrra, fermum í ár og næstu tvö ár. Það eru útskriftir, það verða bílpróf, útskriftir úr háskóla og væntanlega klessist beint í þetta barnabörn, ég sé engan breather í náinni framtíð sem er fínt,“ sagði Stefán í Fókus, spjallþætti DV.
Brotið hér að neðan er hluti af nýjasta þætti Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.
Við spurðum: Hvað er það sem þú elskar mest við Kristínu?
„Ég samdi lag til hennar og texta sem heitir „Hvað get ég sagt?“ sem má finna á Spotify. Þar sem ég var að reyna að svara þessari spurningu, hvað get ég sagt? Og það er svo ótal margt,“ segir hann.
„Hún er í fyrsta lagi svo fáránlega dugleg og hún er góð við fólk, hún spyr fólk alltaf: Hvað get ég gert til að hjálpa þér, hvernig get ég aðstoðað? Og svo erum við bara bestu vinir, við erum rosalega lík og erum líka ekki lík, eins og held ég bara bestu blöndurnar eru. Við gerum allt saman í rauninni, nánast. Við eigum okkar pláss og svo erum við all in þegar við erum all in. Við æfum saman, hjólum saman, ferðumst saman, vinnum saman, erum sammála um uppeldi barna okkar, við erum sammála um gildin í lífinu.“
Stebbi segist geta haldið áfram að lýsa ást sinni á Kristínu í allan dag.
„Eða sagt bara: Ég elska allan pakkann. Ég elska þessa stóru kosti sem hún hefur en ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat sem gerist alveg annan hvern dag sko,“ segir Stefán og hlær.
Söngvarinn ræðir nánar um þetta í spilaranum hér að ofan og lýsir því hvernig Kristín hefur reynst honum innan handar í Söngvakeppni ævintýrinu, en hann mun stíga á svið á laugardaginn á fyrra undanúrslitakvöldinu með lagið „Frelsið mitt.“
Fylgstu með Stefáni á Instagram, Facebook og TikTok.
Brotið hér að ofan er hluti af nýjasta þætti Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Í þættinum fer Stefán um víðan völl. Hann ræðir um Söngvakeppnina, ævintýrið sem því fylgir, lífið og ástina, en hann opnar sig einnig um alvarlega líkamsárás sem hann varð fyrir árið 2000. Hann þurfti að fara í tvær aðgerðir í kjölfarið en verst voru andlegu áhrifin sem árásin hafði. Hann burðaðist með þetta í rúm tuttugu ár en segir frá því þegar hann fór á fund með einum árásarmanninum í fyrra.