fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og leikstjórinn Justin Baldoni heldur því fram að mótleikkona hans Blake Lively hafi hækkað framleiðslukostnað kvikmyndar þeirra It Ends With Us um 430 þúsund dali eða um 60 milljónir króna með óhóflegum kröfum hennar um fatnað aðalpersónunnar.

Stjörnurnar eiga nú í málaferlum og hefur Baldoni bætt ofangreindu við kröfur sínar gegn Lively.

Baldoni opnaði nýlega vefsíðu tengda málaferlunum og þar má sjá skjáskot af meintum tölvupósti framleiðanda myndarinnar, sem heldur því fram að Lively hefði farið langt fram úr áætluðum búningakostnaði fyrir myndina, en hann átti að vera 185 þúsund dalir fyrir alla leikara myndarinnar.

Í tölvupóstinum sem er frá apríl 2023 segir: „Hingað til hefur búningadeildin þegar eytt 615 þúsund dala og starfsmenn þurfa að fá meiri heimild á kortin sín vegna þess að þeir hafa aðeins verslað fyrir Justin og Blake. Starfsmenn þurftu að versla allt aftur fyrir Blake eftir hönnunarbreytingar, en það eru miklir peningar. Ég treysti þeim auðvitað, en vil halda ykkur öllum upplýstum, þar sem þetta er miklu meira en ég hef nokkru sinni séð búningakostnað fara yfir kostnaðaráætlun miðað við upphaflega áætlun.“

Framleiðandinn heldur því fram að kostnaðurinn hafi farið fram úr hófi þar sem Lively vildi stjórna hvað væri keypt.

„Með því að hunsa sýn leikstjórans á persónu sinni og losa sig við margra vikna vinnu og sköpunargáfu sem búningateymið hafði eytt í að versla og breyta fatnaði fyrir persónuna, sendi Lively hundruð mynda til búningahönnuðar kvikmyndarinnar, langt fram eftir kvöldi, sem sýndu fatastílinn sem hún vildi fyrir persónuna sína. Búningahönnuðurinn þurfti að endurskipuleggja fatnaðinn hennar Lively, langt umfram úthlutað kostnaðarhámark og dreifa tíma og fjármagni á sama tíma og hann útbjó fatnað fyrir restina af leikarahópnum.“

Lively, sem lék blómabúðareigandann Lily Bloom í myndinni, sagðist hafa „krafðist þess að persóna hennar ætti peninga og hefði efni á 5000 dala (705 þúsund krónur) skóm – þrátt fyrir að vera að vera að stíga sín fyrstu skref sem sjálfstæður fyrirtækjaeigandi.

Lively notaði meðal annars fatnað úr einkaeigu sinni, líkt og þessa skó. Og segist hún einnig hafa fengið föt lánuð frá eiginmanni sínum og vinkonu sinni, fyrirsætunni Gigi Hadid.

Í breyttri kröfu Baldoni er einnig vitnað til bakslagsins sem Lively fékk í maí 2023, þegar ljósmyndari sá og myndaði „handvalinn fataskáp“ hennar á settinu.

„Þessar myndir voru harðlega gagnrýndar sem ósmekklegar og vöktu viðbrögð frá Sony,“ segir í kröfunni.

Baldoni segist hafa leitað til Lively þegar málið kom upp og rætt við hana um nauðsynlegar breytingar á fatnaði persónunnar og löngun hans til að hafa meiri stjórn á ákvörðunum tengdum fatnaðinum í framtíðinni. Lively mun hafa hunsað beiðni Baldoni og gefið til kynna að hann væri „gaslýstur“ af Sony og hinum framleiðendunum til að „reyna að sannfæra hann um að leyfa henni að halda áfram að stjórna.“

Málaferlin milli Lively og Baldoni hófust með því að hún sakaði hann um kynferðislega áreitni og hefndaraðgerðir í kvörtun sem lögð var fram til borgararéttardeildar Kaliforníu í desember 2024. Hún höfðaði síðar formlegt mál gegn mótleikara sínum og leikstjóra. Baldoni vísaði ásökunum á bug og brást við með því að höfða 400 milljóna dollara mál gegn Lively og eiginmanni hennar, Ryan Reynolds, fyrir meintar ærumeiðingar og fjárkúgun.

Myndir frá tökum myndarinnar vöktu viðbrögð aðdáenda bókarinnar sem myndin byggir á. Fannst mörgum fatastíllinn kaótískur, eins og buxur yfir buxur og marglaga camouflage fatnaður Lively.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“