Eins og kunnugt er mætti Bianca nánast nakin á hátíðina; hún var í mjög þunnum gegnsæjum kjól sem sýndi gjörsamlega allt og var hvorki ég nærbuxum né brjóstahaldara.
Kim Kardashian og Kanye West voru gift í tæpan áratug, en þau skildu árið 2021.
The Sun í Bandaríkjunum hefur eftir heimildarmönnum sínum að Kim sé „varðbergi og full viðbjóðs“ vegna uppátækis þeirra hjóna á hátíðinni. Er hún til dæmis sögð hafa áhyggjur af börnum þeirra fjórum og hvaða áhrif þetta mál – og fleiri til – munu hafa á þau.
„Það sem gerir hana sérstaklega reiða er hvernig hann stóð þarna og virtist skipa Biöncu að gera niðurlægjandi hlut,” segir heimildarmaðurinn.
Þegar hjónin mættu á rauða dregilinn var Bianca fyrst klædd í svartan pels. Þau skiptust síðan á orðum og fjarlægði Bianca síðan kápuna. Varalesarinn Nicola Hickling var meðal annars fengin til að rýna í orðaskiptin og sagði hún að Kanye hafi sagt eiginkonu sinni að fara úr kápunni og sýna sig.
Heimildarmaður The Sun ítrekar að Kim hafi áhyggjur af börnum þeirra fjórum og hvaða fordæmi faðir hans sé að setja. „North dýrkar pabba sinn og hvað á Kim að segja við hana? Og varðandi Saint þá hefur Kim áhyggjur af því hvað vinir hans og jafnaldrar segja.”
North er ellefu ára gömul, fædd árið 2013, og Saint er tveimur árum yngri, fæddur árið 2015.