Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir, handritshöfundur og uppistandari, hefur sett íbúð sína við Hallgerðargötu á sölu.
Karen Björg hefur getið sér gott orð sem handritshöfundur og meðal annars skrifað, með öðrum, Kennarastofuna, Venjulegt fólk þáttaraðir fimm og sex, Áramótaskaupið 2023 og Arfurinn minn.
Íbúðin er 115 fm í fjöleignarhúsi að nafni Stuðlaborg sem byggt var árið 2020. Lóðin hýsti áður starfsemi Strætó til fjölda ára. Stuðlaborg var hönnuð af hinni heimsþekktu dönsku arkitektastofu Schmidt/Hammer/Lassen og arkitektastofunni VA arkitektar. SHL hafa hannað margar heimsþekktar byggingar víða um heim líkt og konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, „Kristallinn“ í Kaupmannahöfn og Skuggahverfið í Reykjavík.
Íbúðin skiptist í anddyri, tvö svefnherbergi, tvo baðherbergi, stofu, eldhús og þvottaherbergi.
Hjónasvítan er með opnu fataherbergi, og baðherbergi, úr hjónaherbergi er gengið út á svalir.
Eldhús er opið inn í stofu sem er björt með gólfsíðum gluggum og útsýni út á sjó. Útgengt er á tvennar svalir frá stofunni.
Gengið er inn í hitt svefnherbergið úr stofu.
Þvottahús er við anddyrið. Í sameign er sér geymsla sem er 8,9 m².
Eignin er byggð úr afar vönduðum byggingarefnum og eru allir gluggar úr áli og klæðning hússins úr lituðu áli og sementstrefjaplötum. Hljóðvist er verulega aukin í eigninni og er gengið mun lengra í þeim efnum en alla jafna tíðkast í íslenskum byggingum, meðal annars með því að hafa loftræstikerfi í öllum rýmum íbúðanna og með aukinni hljóðeinangrun utan frá og á milli rýma innan byggingarinnar.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.