fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fókus

Jóhannes Haukur lætur höggin dynja á Kaftein Ameríka- „Þarftu pásu?“

Fókus
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 12:21

Jóhannes Haukur Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Marvel, Captain America: Brave New World, þar sem hann leikur málaliða sem starfar náið með Seth Voelker/Sidewinder sem leikinn er af Giancarlo Esposito.

Myndin er sú fjórða í Captain America-röðinni frá Marvel og sú fyrsta með Anthony Dwane Mackie í aðalhlutverkinu sem ofurhetjan Kafteinn Ameríka. Meðal annarra leikara eru Harrison Ford, Liv Tyler og Tim Blake Nelson.

Í lok nóvember birti Jóhannes mynd af plakati myndarinnar og sagði að það hefði nú verið fallegt að smella honum þar og þakkaði krökkunum hjá Marvel fyrir að stafa nafnið sitt rétt.

Hann sagði þó við Vísi að hann vonaðist til að vera ekki klipptur út úr myndinni, hann hefði ekki birst í neinni stiklu fyrir kvikmyndina og þar að auki var nafn hans ekki skráð við myndina á vefsíðunni Imdb.com sem er biblía kvikmyndabransans.

Jóhannes var ekki hluti af leikhópnum sem tók þátt í upprunalegu tökunum árið 2023 og sagðist hann við Vísi hafa komið bakdyramegin inn í verkefnið en hann bættist við stóran hóp leikara í myndinni þegar að nokkrum atriðum var bætt við sumarið 2024 og önnur atriði voru tekin upp aftur (e. reshoots).

„Ég fór reyndar um daginn, ég var í London, og var sendur í svona ADR, til að laga hljóð og þá sá ég nú smá bút og samkvæmt því þá hangi ég enn inni. Maður veit aldrei og sérstaklega með Marvel. Þeir eru þekktir fyrir að krukka vel og lengi í myndunum sínum svo að maður bara mætir á frumsýningu og vonar að maður sé þarna að einhverju leyti,“ sagði Jóhannes sem svaraði játandi að hann léki á móti aðalleikaranum, Anthony Mackie.

Samkvæmt glænýrri stiklu virðist sem Jóhannes verði svo sannarlega á stóra tjaldinu en í stiklunni má sjá hann sýna Mackie hvar Davíð keypti ölið.
Nafn Jóhannesar er einnig komið við myndina á imdb.com og þar má sjá að hann leikur persónuna Copperhead.

Myndin verður frumsýnd hér á landi 13. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fann fyrir frelsi eftir fund með árásarmanni sínum – „Litirnir sem voru gráir, þungir og ógeðslegir eru orðnir bjartir“

Fann fyrir frelsi eftir fund með árásarmanni sínum – „Litirnir sem voru gráir, þungir og ógeðslegir eru orðnir bjartir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað ef Ísland hefði aldrei verið til?

Hvað ef Ísland hefði aldrei verið til?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Eftir þetta hræðilega banaslys náfrænda míns og vinar var sjokkið það mikið að ég vissi að ég yrði að breyta lífi mínu“

„Eftir þetta hræðilega banaslys náfrænda míns og vinar var sjokkið það mikið að ég vissi að ég yrði að breyta lífi mínu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Eftir að ég greindist með krabbamein, var ég að berjast við bæði stríðið og krabbameinið“

„Eftir að ég greindist með krabbamein, var ég að berjast við bæði stríðið og krabbameinið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingur segir að karlmenn sem gráta séu bestir í rúminu

Sérfræðingur segir að karlmenn sem gráta séu bestir í rúminu