fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Varalesari afhjúpar hvað Kanye sagði við hana rétt áður en hún afklæddist – „Hún lítur út fyrir að vera skelfingu lostin“

Fókus
Mánudaginn 3. febrúar 2025 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að ástralski arkitektinn Bianca Censori hafi vakið athygli á rauða dreglinum fyrir Grammy-verðlaunahátíðina í gærkvöldi. Hún mætti ásamt eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West, og var nánast kviknakin. Hún var aðeins klædd í mjög þunnan gegnsæjan kjól en ekki er vitað hvaða tilgangi hann þjónaði þar sem hann huldi ekkert.

Þegar hjónin mættu á rauða dregilinn var Bianca fyrst klædd í svartan pels. Þau skiptust síðan á orðum og fjarlægði Bianca síðan kápuna.

Mynd/Getty Images

Sjá einnig: Bianca hefur aldrei gengið svona langt – Mætti nakin á rauða dregilinn

Nú hefur varalesari afhjúpar hvað Kanye á að hafa sagt við Biöncu rétt áður en hún afklæddist.

Hér að neðan má sjá orðaskiptin.

@cbsmornings Kanye West & Bianca Censori arrive on the #Grammys ♬ original sound – CBS Mornings

DailyMail ræddi við Nicola Hickling, varalesara, og sagði hún að Kanye hafi sagt eiginkonu sinni að fara úr kápunni og sýna sig.

„Þú ert að vekja athygli á þér núna/(You‘er making a scene now),“ sagði hann, að sögn Nicola.

„Vektu athygli, ég segi að það meiki miklu meiri sens,“ virðist Kanye hafa sagt síðan.

Þá kinkaði Bianca kolli og á Kanye að hafa sagt: „Láttu [pelsinn] falla fyrir aftan þig og snúðu þér síðan við, ég er hérna með þér.“

„Ókei, gerum þetta,“ sagði Bianca, að sögn sérfræðingsins.

Fólk hefur áhyggjur

Margir hafa áhyggjur af þessari þróun og segir DailyMail og aðrir netverjar að um hafi verið að ræða „krípí skipun“ frá Kanye. Málið hefur vakið mikla athygli og óhug á samfélagsmiðlum og segja sumir að það þurfi að „bjarga“ Biöncu frá Kanye. „Hún lítur út fyrir að vera skelfingu lostin,“ sagði einn netverji.

Á meðan segja aðrir að Bianca sé fullorðin kona og sé að ákveða að taka þátt í þessu með rapparanum og það eigi að virða hennar ákvörðun.

Hjónin voru ekki viðstödd verðlaunahátíðina og héldu sumir að þeim hafi verið vísað burt vegna klæðaburðar Biöncu. En samkvæmt E! News er það ekki rétt en ekki er vitað af hverju þau kusu að vera ekki lengur.

Sjá einnig: Bianca hefur aldrei gengið svona langt – Mætti nakin á rauða dregilinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég fékk að vita að fólk í þessum hópi hefur oft miklu að tapa“

„Ég fékk að vita að fólk í þessum hópi hefur oft miklu að tapa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hreinskilin með brjóstastækkunina og sýnir útkomuna

Hreinskilin með brjóstastækkunina og sýnir útkomuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndband: Kötturinn Diego hakkar í sig mús í Hagkaup

Myndband: Kötturinn Diego hakkar í sig mús í Hagkaup
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kvöldbakstur Sunnevu klúðraðist illilega – Sjáðu myndbandið

Kvöldbakstur Sunnevu klúðraðist illilega – Sjáðu myndbandið