Penny Talbot, 33 ára, segir að hún hafi „yfir engu að kvarta í svefnherberginu.“
Hún hefur verið með kærasta sínum, Jake Timms, í tæplega tvö ár. Hún vissi að getnaðarlimur hans væri undir meðalstærð áður en þau byrjuðu saman. Það er 7,3 cm að lengd.
„Þegar við byrjuðum að deita þá minntist Jake strax á það,“ sagði Penny við The Sun.
„En hann skammaðist sín ekki neitt, ég myndi frekar segja að hann hafi verið stoltur af stærð sinni. Ég held að hann hafi bara viljað segja mér frá þessu strax ef þetta myndi valda mér vonbrigðum, sem var alls ekki raunin.“
Meðallengd á getnaðarlim er 13,10 cm. Typpi Jake er álitið sem míkrótyppi þar sem hans er um 7,3 cm. En Penny segir kynlíf þeirra mjög gott og heilbrigt.
„Fyrir mig snýst þetta ekki bara um samfarir og að fá fullnægingu, heldur forleikinn og allt sem á undan því kemur,“ segir hún.
„Þegar ég sá typpið hans í fyrsta skipti þá hryllti mér ekki við því, heldur alveg öfugt. Mér fannst það fullkomið.“
Fyrir Penny er stærð hans einstaklega fullkomin en hún glímir við endómetríósu og getur kynlíf stundum verið sársaukafullt. Þannig stærð kærastans er frábær upp á það að gera.
„Það eru margar leiðir til að krydda upp kynlífið svo að báðir aðilar séu sáttir, og það snýst ekki allt um stærðina, trúið mér,“ segir Penny.
„Vinir hans Jake stríða honum endalaust, aðallega gamlir vinir úr hernum,“ segir Penny.
En Jake tekur þetta ekki inn á sig. „Það er ekki stærðin sem skiptir máli, heldur hvernig þú notar það,“ sagði hann.