Heimdallur – félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur gefið út plötu. Kallast hún Heimdallarplatan og verður frumflutt á útgáfuhófi í kvöld.
Er þetta nokkurra laga stuttskífa (EP) sem Heimdælingar hafa unnið að undanfarnar vikur og mánuði. Lögin fjalla um frelsið, Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans.
Lögin heita eftirfarandi:
„Ég kaus flokkinn og fékk bjór (alveg frítt)“
„Frelsi á þetta bitch“
„Hægri hægri hallelúja“
„Leynilag“
View this post on Instagram
Á meðal flytjenda er Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, og nokkrir stjórnarmenn í félaginu.
Útgáfuhófið verður haldið á Den Danske Kro og opnar húsið klukkan 21. Platan verður þar spiluð í heild sinni.
„Svo við heimdellingar best vitum, þá er þetta í fyrsta sinn sem ungir sjálfstæðismenn gefa út tónlist síðan að Skattalagið var gefið út af Sambandi ungra sjálfstæðismanna árið 1990, í flutningi Egils Ólafssonar, Jóhönnu Linnet, Pálma Gunnarssonar og Sigríðar Beinteinsdóttur,“ segir í tilkynningu félagsins. „Heimdallur hvetur alla unga sjálfstæðismenn til að fjölmenna á Dönsku kránni í kvöld.“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formannsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Heimdallar segir í færslu á Facebook að lagið Hægri hægri halelejúa sé endurútgefið á þessari nýju plötu en hún hafi sjálf sungið það á samkomum þegar hún hóf fyrst þátttöku í starfi ungra Sjálfstæðismanna. Hún býður einnig Heimdellingum til sín í kvöld:
„Sem fyrrverandi formaður Heimdallar og fyrsti formannsframbjóðandinn sem er enn Heimdellingur langar mig sérstaklega að bjóða ykkur að hita upp í partýinu hjá mér í Iðnó í dag kl. 20.“