fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fókus

Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin

Fókus
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 08:58

Gene Hackman. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski Óskarsverðlaunaleikarinn Gene Hackman er látinn, 95 ára að aldri.

Hann fannst látinn á heimili sínu ásamt eiginkonu sinni, Betsy Arakawa, sem var 63 ára, og hundinum þeirra. Gene og Betsy höfðu verið gift frá árinu 1991 og fundust þau látin á heimili sínu í Santa Fe í gærmorgun. Ekki leikur grunur á að saknæmt athæfi hafi átt sér stað.

Adan Mendoza, yfirlögregluþjónn í Santa Fe-sýslu, vildi ekki segja til um dánarorsök í samtali við bandaríska fjölmiðla eða hvenær Gene og Betsy eru talin hafa látist.

Gene fagnaði 95 ára afmæli sínu í janúar síðastliðnum en hann vann Óskarinn sem besti leikari í aðahlutverki fyrir myndina French Connection árið 1972 og síðan sem besti leikari í aukahlutverki fyrir myndina Unforgiven frá árinu 1993. Hann var einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir myndirnar Mississippi Burning, Bonnie and Clyde og I Never Sang for My Father.

Hann lék í fjölda kvikmynda á farsælum ferli en hann settist í helgan stein árið 2004, yfirgaf Los Angeles og settist að í Nýju-Mexíkó þar sem hann bjó allt til dauðadags.

Í umfjöllun Mail Online um feril leikarans kemur fram að hann hafi ákveðið að hætta að leika af heilsufarsástæðum og hjartavandamál hafi gert vart við sig.

Lítið hafði spurst til Hackman þar til í fyrra að þau hjónin voru mynduð fyrir utan veitingastað í Santa Fe. Leikarinn var með staf og studdi sig við eiginkonu sína þegar þau gengu af staðnum.

Í samtali við Reuters árið 2008 sagði Hackman að hann væri ekki opinberlega hættur að leika. „Ég hef ekki haldið neinn blaðamannafund þar sem ég tilkynni að ég sé hættur en jú, ég mun ekki leika fleiri hlutverk,“ sagði hann.

Hackman fæddist í Kaliforníu þann 30. janúar árið 1930 og skráði hann sig í herinn þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Laug hann til um aldur en gegndi engu að síður herþjónustu í rúm fjögur ár. Eftir að herþjónustu auk hóf hann feril sinn í leiklist við Pasadema Playhouse árið 1956 þar sem hann kynntist góðvini sínum, leikaranum Dustin Hoffman.

Árið 1963 flutti hann til New York og tók að sér hlutverk í leikverkum utan Broadway og í sjónvarpi. Hann skapaði sér nafn fyrir hlutverk sitt í myndinni I Never Sang For My Father sem kom út árið 1970. Var hann tilnefndur sem besti leikarinn í aukahlutvekri. Ári síðar vann hann Óskarinn fyrir French Connection.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Varar ferðamenn við þessu á Spáni – Nefnir sérstaklega „baunasvindlið“

Varar ferðamenn við þessu á Spáni – Nefnir sérstaklega „baunasvindlið“
Fókus
Í gær

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: Mikilvægt að vera vakandi yfir þessum viðbrögðum hjá maka

Ragnhildur: Mikilvægt að vera vakandi yfir þessum viðbrögðum hjá maka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi notar hugvíkkandi efni – „Líkami minn geymir gríðarlegt magn af áföllum“

Bubbi notar hugvíkkandi efni – „Líkami minn geymir gríðarlegt magn af áföllum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gurrý flytur sig um set

Gurrý flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstök Orrahríð – Ást í lofti og ryk í augum á styrktartónleikum á Skaganum

Einstök Orrahríð – Ást í lofti og ryk í augum á styrktartónleikum á Skaganum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“