fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fókus

Dómarar í áfalli og áhorfendur köstuðu næstum því upp yfir rosalegu atriði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 08:40

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðendur vinsælu raunveruleikaþáttanna Britain‘s Got Talent fengu yfir 600 kvartanir frá áhorfendum vegna atriðis sem fólk hefur líkt við hryllingsmynd.

Auzzy Blood kom fram í þættinum á laugardaginn og tróð risa tappatogara í gegnum nefið og hengdi sig síðan upp á kjötkrók. Hann sannfærði einnig dómarann Simon Cowell um að drekka í gegnum slöngu sem hann hafði troðið í gegnum nef sitt og munn.

Dómararnir áttu alveg von á þessum viðbrögðum miðað. „Þetta er hrollvekjandi hryllingur, þú vilt ekki horfa en þú vilt samt horfa. Þess vegna ætlum við augljóslega að sýna þetta í þættinum,“ sagði hann.

„Við munum örugglega fá einhverjar kvartanir, vonandi,“ sagði annar dómari, Amanda Holden.

Það er óhætt að segja að þau hafi haft rétt fyrir sér. Yfir 600 kvartanir bárust vegna Auzzy Blood. Ein móðir sagði: „Dóttir mín kastaði næstum því upp og ég gat bara alls ekki horft.“

Önnur sagði: „Sex ára dóttir mín er í áfalli, greyið. Klukkan er ekki einu sinni níu um kvöld.“

Horfðu á atriðið hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Varar ferðamenn við þessu á Spáni – Nefnir sérstaklega „baunasvindlið“

Varar ferðamenn við þessu á Spáni – Nefnir sérstaklega „baunasvindlið“
Fókus
Í gær

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: Mikilvægt að vera vakandi yfir þessum viðbrögðum hjá maka

Ragnhildur: Mikilvægt að vera vakandi yfir þessum viðbrögðum hjá maka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi notar hugvíkkandi efni – „Líkami minn geymir gríðarlegt magn af áföllum“

Bubbi notar hugvíkkandi efni – „Líkami minn geymir gríðarlegt magn af áföllum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gurrý flytur sig um set

Gurrý flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstök Orrahríð – Ást í lofti og ryk í augum á styrktartónleikum á Skaganum

Einstök Orrahríð – Ást í lofti og ryk í augum á styrktartónleikum á Skaganum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“