fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fókus

Varar ferðamenn við þessu á Spáni – Nefnir sérstaklega „baunasvindlið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur ferðabloggari varar ferðamenn í Benidorm við. Spænska strandaborgin er vinsæll áfangastaður, sérstaklega hjá Bretum en Íslendingar hafa í gegnum árin iðulega heitið för sinni þangað.

Joe Fish heldur úti YouTube-rás þar sem hann aðallega ferðast um Bretland en í nýjasta myndbandinu sýnir hann frá ferðalagi sínu til Benidorm.

Joe lenti í klóm vasaþjófagengis og hann segir að litlu hefði munað að þeir hefðu haft af honum mikil verðmæti.

Á meðan hluti af hópnum truflaði Joe fór einn vasaþjófurinn í gegnum töskuna hans. Sem betur fer var Joe vel vakandi fyrir þessu og náði að stoppa mennina áður en þeir höfðu eitthvað af honum.

„Ég trúi því ekki að þeim tókst að opna töskuna mína. Hann fór í gegnum töskuna mína,“ sagði Joe hneykslaður.

„Ef ég hefði verið drukkinn eða bara ekki alveg með á nótunum… þá hefði þetta farið öðruvísi.“

Joe ákvað að segja frá þessu og vara aðra ferðamenn við. „Farið varlega. Ekki gleyma ykkur í fjörinu og sólinni, verið vakandi.“

Gambling scam sees gangs swindle London tourists out of £50 a time with  'three cup trick' – The Sun | The Sun
Leikurinn.

Joe vakti einnig sérstaklega athygli á „baunasvindlinu“, þegar einhver reynir að fá þig til að taka þátt í leik sem inniheldur baunir og bolla, og á meðan leiknum stendur eru samstarfsmenn hans að reyna að stela eigum þínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sigurjón prófaði að borða eftir ráðleggingum hins opinbera og þetta gerðist

Sigurjón prófaði að borða eftir ráðleggingum hins opinbera og þetta gerðist
Fókus
Í gær

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benjamín kom upp um Patrik sem var ekki skemmt – „Eyddu þessu ógeðið þitt“

Benjamín kom upp um Patrik sem var ekki skemmt – „Eyddu þessu ógeðið þitt“