fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fókus

Sölvi birtir kafla úr bók sinni sem hann taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir árið 2019

Fókus
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 10:31

Sölvi Tryggvason Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason segir tímabært að opna umræðuna um notkun hugvíkkandi efna og hann vilji leggja sitt lóð á vogarskálarnar í þeim efnum. Í færslu á Facebook sem Sölvi birtir í tilefni af ráðstefnu um málefnið sem fer fram hérlendis á næstu daga segir hann að magnaðir hlutir séu að gerast á þessu sviði og rannsóknir séu að koma fram sem sýni fram á frábæran árangur þegar kemur að áfallastreitu, kvíða, þunglyndi og fleiri kvillum.

„Sem betur fer er það að verða minna og minna taboo í samfélaginu að tala um þetta, enda beinlínis rangt að banna umræðu um eitthvað sem hefur hjálpað mjög stórum hópi af fólki. Þessi vegferð er alls ekki fyrir alla og er alls ekki hættulaus, en við eigum að hafa val sem fullorðið fólk.“

„En ég er á því að nú sé tíminn réttur“

Sölvi gaf út bókina Á eigin skinni árið 2019 þar sem hann fjallaði um leið sína að bættri heilsu eftir andlegt og líkamlegt hrun. Hann segist hafa verið tilbúinn með kafla í bókina sem fjallaði um reynslu hans af notkun hugvíkkandi efna en hafi komist að þeirri niðurstöðu að samfélagið væri ekki alveg tilbúið í þesa umræðu þá og að efni kaflans myndi skyggja á annað hjálplegt efni í bókinni.

„En ég er á því að nú sé tíminn réttur, enda hefur umræðan um hugvíkkandi efni náð algjörlega nýjum hæðum á undanförnum árum,“ skrifar Sölvi.

Hann birtir svo kaflann neðar í færslunni en þar fer hann meðal annars yfir tvö atviki sem urðu til þess að hann, sem hafði skömm á fíkniefnum, fór að sjá notkun hugvíkkandi efna í nýju ljósi. Hann hafi því ákveðið að >

„Ég byrjaði að fikra mig áfram með smáskammta af psilociben og skrifaði hluta af síðustu bók á tímabili þar sem ég notaði smáskammta reglulega. Mér fannst ég strax finna örlítið meiri núvitund og einhvern veginn var léttara yfir mér. Ég get ekki sagt að ég sé einn af þeim sem hef fengið kraftaverkaverkun af smáskömmtunum en ég get algjörlega sagt að þau tímabil sem ég hef tekið inn smáskammta hafi hjálpað mér að komast nær sjálfum mér og skilja þætti í eigin fari. Þegar ég bjó um tíma í Kaliforníu árið 2018 kynntist ég fólki sem sagði mér frá reynslu sinni af smáskömmtum af LSD. Ég ákvað að prófa það einnig og fannst það virka mjög sambærilega. Aukin núvitund, aukin sjálfsvitund, betri einbeiting og fyrir mig fannst mér einnig auðveldara að fasta. Almennt finnst mér notkun þessara efna í smáum skömmtum gefa mér aukna einbeitingu, núvitund og gleði,“ skrifar Sölvi.

Fór að prófa stærri skammta undir handleiðslu sérfræðinga

Þá hafi hafi hann prófað stærri skamt af efninu DMT, N-Dimethyltryptamine, með þrautreyndum aðila.

„Ég get best lýst áhrifunum þannig að fyrst um sinn fékk ég mikil sjónræn áhrif, sá alls kyns mynstur og fór út úr líkamanum. Það sem tók svo við var mesta sjálfsvitund sem ég hafði upplifað, líklega svolítið eins og ef ég hefði setið samfellt í hugleiðslu klukkustundum saman. Ég sá öll mín stærstu mynstur mjög skýrt og skrifaði niður nærri tíu blaðsíður af pælingum sem runnu í gegnum hugann. Þó að liðin séu átta ár er allt sem ég skrifaði niður enn fullkomlega í takt við raunveruleikann. Mín upplifun var sú að ég fengi að sjá hverju ég ætti að breyta og hvað ég þyrfti að gera en það væri enginn að fara að vinna vinnuna fyrir mig. Með öðrum orðum væri upplifunin sem slík engin töfralausn, heldur fengi ég að sjá skýrar hvað ég ætti að skoða í hversdeginum og eigin fari. En það væri svo alfarið undir mér sjálfum komið að vinna vinnuna,“ skrifar Sölvi.

Þá hafi hann svipaða sögu af segja af reynslu sinni að taka stóran skammt af sveppum.

„Í mars árið 2021 fór ég á stórt sveppaferðalag undir handleiðslu fólks sem ég treysti fullkomlega í mjög öruggu umhverfi og við góðar aðstæður. Reynslan var eiginlega svo djúp og trúarleg að ég vil halda henni fyrir sjálfan mig. En ferðalagið var án vafa ein öflugasta reynsla ævi minnar. Það segir svo kannski stóra sögu um muninn á hugvíkkandi efnum og fíkniefnum að þó að ég hafi fengið þessa stórkostlegu reynslu, leið meira en ár án þess að ég fengi neina einustu löngun til að endurtaka leikinn. Ég er almennt fíkinn í það sem mér þykir gott. En hugvíkkandi efni verka ekki með sama hætti á dópamínkerfi heilans eins og fíknivaldandi efni,“ skrifar Sölvi en ítrekar að varúðar sé þörf.

„Fyrri hluta ársins 2023 fór ég svo enn dýpra í notkun hugvíkkandi efna, ekki síst í þeim tilgangi að vinna á taugakerfi mínu eftir árin tvö á undan. Undanfarin ár hafa komið fram sífellt fleiri rannsóknir sem benda til þess að notkun sumra þessarra efna í réttum aðstæðum undir réttri handleiðslu geti haft gríðarlega jákvæð áhrif á áfallastreitu og einkenni tengd henni. Eftir atburðarrásina sem hafði átt sér stað gerði ég mér loks grein fyrir því í upphafi þessa árs að ég væri á einhvern hátt eins og ég væri nýkominn til baka úr stríði. Heilinn og taugakerfið taka áföll í skömmtum og fyrsta skrefið er afneitun. Þegar henni lýkur getur taugakerfið loks gefið eftir og þá rjúka upp alls kyns einkenni. Til að gera langa sögu stutta hef ég notað eftirfarandi efni á þessu ári með aðstoð fagaðila í þeim tilgangi að vinna á áföllum í líkamskerfinu:

„Þar sem notkun þessarra efna og reynslan er gríðarlega einstaklingsbundin og persónuleg tel ég óvarlegt að fullyrða eitt né neitt um notkun þeirra. Ég get einungis talað út frá eigin reynslu. En það sem ég hef einkum fundið er möguleiki á áður óþekktri djúpslökun á taugakerfinu og möguleikar til þess að virkja taugabrautir upp á nýtt. Eftir að hafa farið talsvert djúpt í að rannsaka og reyna á eigin skinni hugvíkkandi efni er niðurstaðan sú að ekkert af þessu sé töfralausn. En með réttri sjálfsvinnu samhliða löngun til að taka ábyrgð á eigin lífi og mynstrum geti þessi efni verið stórkostlega gagnlegt tól í að endurraða taugakerfinu eftir áföll. Þegar fólk hefur verið fast í ,,árásar- og flóttaviðbragði” svo mánuðum eða árum skiptir getur þurft öflug tól til þess að brjóta streituviðbragðið niður og gefa möguleika á uppbyggingu. Fyrir mig hafa hugvíkkandi efni reynst frábært verkfæri á þeirri vegferð.

Hér má lesa færslu Sölva í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sigurjón prófaði að borða eftir ráðleggingum hins opinbera og þetta gerðist

Sigurjón prófaði að borða eftir ráðleggingum hins opinbera og þetta gerðist
Fókus
Í gær

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benjamín kom upp um Patrik sem var ekki skemmt – „Eyddu þessu ógeðið þitt“

Benjamín kom upp um Patrik sem var ekki skemmt – „Eyddu þessu ógeðið þitt“