fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fókus

Segir annað fyrirtæki hafa reynt að koma höggi á hana – „Þau reyndu vel og lengi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 09:00

Hera Rún Ragnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hera Rún Ragnarsdóttir er leikkona, athafnakona, hlaðvarpsstjórnandi, móðir og svo margt meira.

Hera hefur staðið í ýmsum fyrirtækjarekstri í gegnum árin og átti meðal annars snyrtivöruverslunina Alenu fyrir um áratug síðan. Hera hefur einnig átt blómabúð, haldið úti fatasölu og rekið veipverslun. Hún hefur lært margt og deilir dýrmætustu lexíunni í spilaranum hér að neðan. Hún segir einnig frá lævísri hegðun annars fyrirtækis sem reyndi að koma höggi á hennar fyrirtæki og önnur í bransanum.

Hera er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Fyrsta fyrirtæki hennar var snyrtivöruverslunin Alena. Hún byrjaði á því að selja hárvítamínin Hairburst sem nutu mikilla vinsælda, hún tók einnig inn tannhvíttunarmerkið Mr. Blanc. Í kjölfarið opnaði Hera verslun og tók inn fleiri vörur. „Þetta var um 2015 minnir mig,“ segir hún og segir margt við þetta ævintýri hafa verið bæði erfitt og skemmtilegt.

„Ég flutti inn flestar vörurnar mínar þannig ég var mikið í innflutningi. Fór mikið út og var að skoða vörumerki, þetta var ótrúlega gaman. En þetta var smá óvart og vatt upp á sig. Svo varð ég ólétt og þurfti eiginlega að leggja allt til hliðar en gerði það rólega. Seldi nokkur vörumerki frá mér og varð mamma.“

Hera stóð í öðrum rekstri á sama tíma, hún var með rými til leigu fyrir netverslanir til að leiga yfir stuttan tíma, eins konar „pop-up“ rými eins og það er kallað.

Um tíma var hún og barnsfaðir hennar með veip verslun og nú síðast var hún með blómaverslunina Ísblóm en hætti með hana í fyrra.

Auk þess bjó hún til Kærleiksspilin og selur þau á blooming.is. Það má lesa nánar um þau hér.

Dýrmætasta lexían

Við spurðum Heru um dýrmætustu lexíuna sem hún lærði og myndi vilja miðla áfram:

„Ef þú ætlar að vera með fyrirtæki þá er þetta 24/7 vinna. Sérstaklega ef þú hefur brennandi áhuga fyrir því sem þú ert að gera, þá ertu að fara að vera all in og ert aldrei í fríi,“ segir hún.

„Ég segi alltaf: Farið út í þetta með þeim hugsunarhætti að þið eruð að fara að vinna í þessu stanslaust. Þetta er ekki eins og átta til fjögur vinna þar sem þú ferð heim í lok dags og skilur vinnuna eftir í vinnunni.“

Hera Rún Ragnarsdóttir.

Erfiður markaður

Hera tekur það fram að þetta er samt ótrúlega gaman og hvetur fólk til að stökkva á tækifærið ef það er með góða hugmynd. Hún segir samt markaðinn ekki auðveldan.

„Íslenski markaðurinn er ógeðslega erfiður, sérstaklega með nýjungar. Við getum bæði verið með mikla hjarðhegðun þegar kemur að ákveðnum vörum, ef eitthvað springur upp þá springur það hratt og vel […] en ef þú ert ekki góður að auglýsa eða ert með einhverja vöru sem er svipuð og önnur þá er þetta ótrúlega erfitt. Svo eru náttúrulega ákveðnir risar hér á Íslandi sem eru duglegir líka, ef þeir sjá að eitthvað virka, að reyna að ná því af manni.“

Hera lenti í því með snyrtivöruverslunina. Hún segir að það hafi ekki verið risi í bransanum en annað fyrirtæki sem var sífellt að reyna að taka vörur til sín. „Það gerði það alveg við önnur fyrirtæki sem er bara mjög shady business, en sem betur fer náði ég að halda flestu mínu þó þau reyndu vel og lengi, en ég hafði gott samband við mína birgja.“

Hún ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgdu Heru á Instagram og hlustaðu á hlaðvarp hennar, Á hærra plani, á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sigurjón prófaði að borða eftir ráðleggingum hins opinbera og þetta gerðist

Sigurjón prófaði að borða eftir ráðleggingum hins opinbera og þetta gerðist
Fókus
Í gær

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benjamín kom upp um Patrik sem var ekki skemmt – „Eyddu þessu ógeðið þitt“

Benjamín kom upp um Patrik sem var ekki skemmt – „Eyddu þessu ógeðið þitt“
Hide picture