fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fókus

„Ég bara þrælaði mér út og var sjálf minn versti þrælahaldari“

Fókus
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 11:30

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bara fann það að áfengi gerði ekkert fyrir mig, ég var náttúrlega rosalegur slarkaradjammari þegar ég var yngri og vinnuhestur og djammhestur. Og tileinkaði mér ekki sérstaklega góða lífshætti, ég bara þrælaði mér út og var sjálf minn versti þrælahaldari,“

segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í viðtali við Kiddu Svarfdal í Fullorðins.

Steinunn Ólína segist hafa vitað í tíu ár að áfengi væri ekki gott fyrir hana. 

„Og ég hafði raunverulega ekki gaman af að drekka áfengi lengur.“

Segir hún vitað að áfengi er bölvaður skaðvaldur fyrir okkur. 

„Bæði er það vont fyrir líkamann okkar, og ekki síður er það vont fyrir sálina. Það er þunglyndisvaki og ég var farin að upplifa depurð í fyrsta skipti í lífinu. Depurð sem ég komst ekki út úr og svona lifði alvöru klínískt þunglyndi um tveggja ára skeið.“

Steinunn Ólína tók þá ákvörðun að hætta að drekka. 

„Þetta er ekki að gera neitt fyrir mig lengur, nú er þetta farið að skaða mig og mína andlegu heilsu. Þetta er bókstaflega það skynsamlegasta sem ég hef gert um dagana. 

Mér fannst æðislega gaman á Vogi. Ég er bara glöð að ég skammaðist mín ekkert fyrir það að vera alkóhólisti, eða viðurkenna það a ég ætti alls ekki að drekka vín. Mér fannst ég læra margt á Vogi og það var upphafið að því líka að ég þurfti að taka svolítið til í eigin ranni. Það að taka út fíkniefni, hvaða fíkniefni sem er, eitt og sér er ekki nóg. Allir sem hafa misnotað einhver þau lyf sem deyfa eða slæva hugann eru yfirleitt í veikri von að lækna einhvers konar vanlíðan og það var klárlega tilfellið í mínu tilfelli.“

Segist hún hafa farið að líta inn á við þegar hún hætti ad drekka. 

„Og skoða ýmislegt í eigin fari. Þannig að þetta var svakalega gott upphaf fyrir mig.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sigurjón prófaði að borða eftir ráðleggingum hins opinbera og þetta gerðist

Sigurjón prófaði að borða eftir ráðleggingum hins opinbera og þetta gerðist
Fókus
Í gær

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benjamín kom upp um Patrik sem var ekki skemmt – „Eyddu þessu ógeðið þitt“

Benjamín kom upp um Patrik sem var ekki skemmt – „Eyddu þessu ógeðið þitt“