fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fókus

Þorvaldur varð fyrir aðkasti þegar hann flutti heim – „Á íslenskum fjölmiðlum níunda áratugarins ýmislegt gott að þakka“

Fókus
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 12:30

Þorvaldur Gunnarsson Mynd: Svona fólk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvort raddir gamalla eru merkilegri eða ómerkilegri en annarra, ég hef enga skoðun á því. Það fer allt eftir einstaklingum,“

segir Þorvaldur Kristinsson, rithöfundur, bókmenntaritstjóri og aðgerðasinni í baráttu hinsegins fólks, sem er 75 ára. Í viðtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1 segist Þorvaldur halda á eldri árum að gamalt fólk sé komið í tísku.

Veikindin fengu hann til að horfast í augu við sjálfan sig

Þegar Þorvaldur var 26 ára missti hann sjón á öðru auga og læknar töldu að hann yrði alblindur og Þorvaldur var spurður hvort hann hefði einhvern að sjá um sig ef hann missti alla sjón. Hann gekkst undir skurðaðgerðir í Reykjavík, Kaupmannahöfn og í London hjá augnskurðlækni sem bjargaði öðru auganu.
Veikindin tóku sinn toll andlega og Þorvaldur fann sig knúinn til að horfast í augu við hver hann væri. Árið 1979 kom Þorvaldur 29 ára gamall út úr skápnum þá í sambúð með konu, sem hann bjó með í sjö ár og ól dóttur hennar upp.

„Aldur þeirra sem átta sig á kynhneigð sinni hefur færst langt niður í dag en í minni tíð ríkti algjör þögn um samkynhneigð í mínu samfélagi. Það sem er þagað um er ekki til. Ég var í sambúð með góðri konu sem ég elskaði heitt og elska enn. Maður hættir ekkert að elska, slekkur ekki á ástinni hafi maður séð inn í sálina á öðrum.“

Varð fyrir miklu aðkasti eftir að hann flutti heim

Þorvaldur flutti heim til Íslands aftur og fyrstu tíu árin kom hann fram í blöðum undir mynd, í útvarpi og sjónvarpi sem aðgerðasinni í málefnum hinsegin fólks, og varð fyrir miklu aðkasti.

„Ég gerði mér grein fyrir að þetta myndi takast á Íslandi, að hommar og lesbíur gætu gengið um göturnar í friði,“ segir Þorvaldur sem segist hafa haldið í bjartsýnina. Hann segist eiga fjölmiðlum nokkuð að þakka fyrir skjótar framfarir.

„Þegar ég kom til Íslands í byrjun níunda áratugarins var að hefja störf ný kynslóð fjölmiðlafólks á öllum fjölmiðlum.“

Þetta fólk hafði tekið út þroska að miklu leyti í útlöndum og maður þurfti aldrei að biðja um athygli eða viðtal það var frekar leitað eftir okkar sjónarmiðum og skoðunum. Ég á íslenskum fjölmiðlum níunda áratugarins ýmislegt gott að þakka.“

Þorvaldur gegndi embætti formanns Samtakanna ’78 þrisvar sinnum, í þriðja skipti árið 2000 til ársins 2005. Þrjátíu árum eftir að hann kom fyrst að þessum málum kvaddi Þorvaldur starfið í samtökunum endanlega árið 2012.

Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Tilkynning: Við erum að flytja heim!“ 

„Tilkynning: Við erum að flytja heim!“ 
Fókus
Í gær

Kristín Sif er stolt af sínum manni: „Mig langar aðeins að tala um hvað ég sá bak við tjöldin“

Kristín Sif er stolt af sínum manni: „Mig langar aðeins að tala um hvað ég sá bak við tjöldin“