fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fókus

Ragnhildur: Mikilvægt að vera vakandi yfir þessum viðbrögðum hjá maka

Fókus
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 11:29

Ragga Nagli. Mynd/Helgi Ómars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, hvetur fólk til að vera meðvitað og vakandi fyrir ákveðnum viðbrögðum, bæði hjá öðrum og sjálfu sér. Hún segir þetta alla af sér óheilbrigð samskipti og útskýrir málið í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil.

„Við lærum samskiptamynstur í æsku og tökum með okkur inn í ný sambönd sem hefur síðan áhrif á hvort þau sambönd verði farsæl eða renni út í sandinn í risastórri rifrildahrúgu,“ segir Ragnhildur og heldur áfram:

„Ef fólk elst upp í óheilbrigðum samskiptum þá tekur það allskonar óhjálpleg samskiptamynstur sem gulltryggja yfirleitt ágreining og árekstra. Það er mikilvægt fyrir eigin heilsu í sambandi að vera vakandi yfir þessum viðbrögðum hjá maka, foreldrum, systkinum, vinnufélaga eða vinum til að geta sett staðföst mörk. Enn mikilvægara er að vera sjálf meðvituð þegar við bregðumst við af gömlum vana, hvenær það gerist og búa þá til smá pásu svo við getum valið hjálplegri samskiptamáta.“

Stigavarsla og yfirfærsla

Ragnhildur nefnir nokkur viðbrögð og tekur dæmi.

Gaslýsing = þínar tilfinningar og viðbrögð eru vandamálið en ekki vandinn sem um ræðir í raun og veru.

„Þú ert alltof dramatísk.“

„Þú ert alltaf svo viðkvæmur. Díses, reyndu að komast yfir þetta.“

Stigavarsla = Að halda bókhald yfir öll mistök viðmælandans eða hegðun sem olli ósætti, og grafa svo upp í nýjum rifrildum sem skotvopn.

„Hvað með þegar þú komst seint heim af djamminu í síðustu viku“

„Þú sagðir nú Siggu einu sinni leyndarmál úr okkar sambandi“

Yfirfærsla = varnarviðbrögð að færa eiginleika og óæskilega hegðun í eigin fari yfir á viðmælandann.

„Það er miklu frekar þú sem ert að halda framhjá.“

U-beygja = Að skipta stöðugt um umræðuefni til að koma sökinni á viðmælandann og komast þannig hjá því að taka ábyrgð.

„Eigum við að tala um þegar þú sagðir mér að þegja í partýinu hjá Gunna, eða rifja upp þegar þú gleymdir að sækja Sigga litla í leikskólann HA??“

Þagnarbindindi = Að svara ekki, þegja og hunsa viðmælandann þegar við erum ósátt eða ósammála, eða til að forðast að tala um óþægileg málefni.

Uppnefni = „Þú ert svo tregur, skilur aldrei neitt sem ég segi.“ „Þú ert ógeðsleg frekja“

Að kalla hvort annað illum nöfnum og rakka niður innri eiginleika í staðinn fyrir að halda sig við málefnið er samskiptamynstur sem ætti aðeins að finnast í sandkassanum á róluvelli en ekki hjá fullorðnu fólki.

Fórnarlambshlutverkið = Margir spila fram fórnarlambskortinu, og skrúfa jafnvel frá krókódílatárunum, til að dreifa athyglinni frá vandamálinu, og þvinga fram samúð og samkennd.

„Ég geri ALLT á þessu heimili og fæ ENGA aðstoð.““

Samkennd og skilningur lykilatriði

Ragnhildur segir að þegar við áttum okkur á að við óviljandi notum eitthvað af ofantöldu er samkenndur og skilningur í eigin garð lykilatriði. „Í stað þess að berja sig niður með samviskubiti. Við erum öll bara mannleg og sjálfsmildi knýr okkur áfram veginn. Samviskubit heldur okkur föstum í forarpytti,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum
Gurrý flytur sig um set
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir okkur ekki þurfa meiri skömm – „Aðra daga er allt í skrúfunni á síðustu stundu“

Ragnhildur segir okkur ekki þurfa meiri skömm – „Aðra daga er allt í skrúfunni á síðustu stundu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ugla Tré og Gógó slá í gegn á samfélagsmiðlum – Árni kryfur samfélagsmálin, borgarstjórn og Alþingi með aulahúmor

Ugla Tré og Gógó slá í gegn á samfélagsmiðlum – Árni kryfur samfélagsmálin, borgarstjórn og Alþingi með aulahúmor
Fókus
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber birtir óræð skilaboð sem vekja upp spurningar um skilnaðarorðróminn

Justin Bieber birtir óræð skilaboð sem vekja upp spurningar um skilnaðarorðróminn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“