fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fókus

Heiðurstónleikar The Highwaymen

Fókus
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1985, fyrir 40 árum síðan, stigu þekktustu kántrítónlistarmenn allra tíma – Johnny Cash, Waylon Jennings, Willie Nelson og Kris Kristofferson – fyrst saman á svið sem súpergrúbban The Highwaymen. Hljómsveitin sló strax í gegn, og næstu árin héldu fjórmenningarnir fjölda tónleika, gáfu út hljómplötur og boðuðu fagnaðarerindi kántrítónlistarinnar með sínum kraftmikla en þó hugljúfa stíl, sem hreyfði við fólki um allan heim.

Af þessu tilefni ætla þeir Páll Rósinkranz, Júníus Meyvant, Krummi Björgvinsson, Vignir Snær Vigfússon og Jógvan Hansen að leiða saman hesta sína og fara með okkur í ferðalag um sléttur Ameríku, þar sem þeir rifja upp helstu smelli þessa miklu meistara. Sannkallað kántríkvöld í Eldborgarsal Hörpu, laugardaginn 24. maí kl. 21:00.

Lög sem koma til með að hljóma þessa einstöku kvöldstund eru: Desperados Waiting for a Train, The Highwayman, Riders in the Sky, Always on My Mind, On the Road Again, Folsom Prison Blues, Ring of Fire, Help Me Make It Through the Night, Me and Bobby McGee, Sunday Mornin’ Comin’ Down, Big River, Heart of Gold, o.fl

Þessi spennandi viðburður er skipulagður af Funk Events. Kvöld fullt af tímalausum smellum, innilegum flutningi og anda kántrítónlistar eins og hún gerist best.

Tryggðu þér miða núna á hér og vertu með í þessari ógleymanlegu tónlistarveislu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Tilkynning: Við erum að flytja heim!“ 

„Tilkynning: Við erum að flytja heim!“ 
Fókus
Í gær

Kristín Sif er stolt af sínum manni: „Mig langar aðeins að tala um hvað ég sá bak við tjöldin“

Kristín Sif er stolt af sínum manni: „Mig langar aðeins að tala um hvað ég sá bak við tjöldin“