fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fókus

Beggi Ólafs sýndi stelpunum hvernig Íslendingur gerir þetta

Fókus
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 08:04

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Hann birtir reglulega færslur á Instagram um hvernig hann hámarkar hamingju sína og vellíðan, hvernig hann eykur afköst og nær árangri og hvernig hann á gott samband við sig sjálfan.

Beggi er búsettur í Kaliforníu þar sem hann stundar doktorsnám í sálfræði. Honum líður vel í Los Angeles og hefur verið að sýna vinum sínum hversu öflugur hann er í ísbaði.

Hann og vinir hans í LA stunda ísböð saman og virðist kuldinn fara illa í heimamenn á meðan Beggi fer léttilega með þetta. Hann birti nýlega myndband á Instagram þar sem hann skrifaði með: „Finnst ykkur þetta kalt? Á Íslandi köllum við þetta sumar.“

Í myndbandinu má sjá Begga Ólafs stinga sér á bólakaf í ísbaði á meðan aðrir viðstaddir horfa hissa á hann.

Horfðu á það hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð ekki myndbandið eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

Beggi hefur áður sýnt að hann þoli ágætis kulda en þegar hann heimsótti Ísland í vetur skellti hann sér út að hjóla, en ekki eins og þið haldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Einstök Orrahríð – Ást í lofti og ryk í augum á styrktartónleikum á Skaganum

Einstök Orrahríð – Ást í lofti og ryk í augum á styrktartónleikum á Skaganum
Fókus
Í gær

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt lag frá KALEO

Nýtt lag frá KALEO
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“