En það var sérstaklega einn sem sló rækilega í gegn, hún Eva Rún Guðmundsdóttir. Eva táknmálstúlkaði flutning rapparans Herra Hnetusmjör sem var með opnunaratriði kvöldsins.
Rapparinn birti myndband af Evu Rún á Instagram og skrifaði með: „Hún þurfti ekki að fara svona hart en hún gerði það og fyrir það er ég þakklátur.“
Horfðu á það hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð ekki myndbandið eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
Það hafa hátt í sex þúsund manns líkað við lagið og fjölmargir skrifað fallegar athugasemdir.
„Búin að horfa á repeat og fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!! [Eva Rún] SVO töff og geggjuð!!!! Hvílík STEMMNING,“ sagði ein.
„Æði að hafa túlk og hún er svo töff, meira svona þegar tónlist er í sjónvarpi,“ sagði einn netverji.
„Ég get ekki líst því hvað táknmálstúlkurinn er töff,“ sagði annar.
Þekkt tónlistarfólk lofaði einnig frammistöðu Evu.
„Hún er alveg meðidda! Og þú líka í gær! Geggjaður að vanda,“ sagði Selma Björnsdóttir.
„Sturlað,“ sagði Emmsjé Gauti.