fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fókus

Rak augun í leitarniðurstöður eiginkonunnar á Pornhub og var ekki skemmt

Fókus
Mánudaginn 24. febrúar 2025 21:30

Myndin er úr myndabanka Pexels og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óöruggur eiginmaður leitaði á dögunum til stefnumótasérfræðingsins og fjölmiðlakonunnar Jönu Hocking sem heldur úti eins konar sambandsráðgjöf á vef Mail Online.

Maðurinn var að vafra í síma eiginkonunnar þegar hann sló inn bókstafinn P í leitargluggann og í kjölfarið sá hann ýmsar leitarniðurstöður sem hún hafði slegið inn á Pornhub.

„Big d***s’, ‘huge d***s’, ‘BBC’, ‘BWC’ og svo það versta: „Wife cheats with big d***.“

Maðurinn segir í erindi sínu til Jönu að það sé ekki stórmál í hans augum að eiginkonan horfi á klám. Hann geri það líka en hann segir að sjálfstraust hans sé engu að síður í molum.

Hann segist hafa nefnt þetta í hálfkæringi og hálfgerðu gríni við betri helminginn og hún svarað því til að hún hefði bara verið forvitin. Svo hafi hún sagt að allar konur hefðu fantasíur og þetta væri bara ein þeirra.

„Ég veit að ég er aðeins yfir meðalstærðinni þarna niðri, en ég er alls, alls ekki risastór,“ segir hann. „Ég hef aldrei velt stærðinni sérstaklega fyrir mér en nú óttast ég að vera ekki nógu stór fyrir hana,“ segir hann og kveðst óttast að konan hans upplifi eins og hún sé að fara á mis við eitthvað.

Í svari sínu segir Jana að áhyggjur hans séu óþarfar.

„Ég held að ég tali fyrir flestar konur þegar ég segi að okkur er alveg skítsama um hversu stórir þið eruð þarna niðri. Ég held að það sé óhætt að segja að flestar konur vilji ekki mjög stóra menn.“

Jana segir að hún hafi eitt sinn átt kærasta sem var óhemju stór og hún hafi nánast þurft að taka öndunaræfingar áður en þau stunduðu kynlíf. „Þegar við vorum komin af stað var það yfirleitt allt í lagi en aðdragandinn, úff, hann var óþægilegur.“

Þannig að í hreinskilni sagt myndi ég ekki lesa of mikið í þetta. Kannski var hún bara forvitin,“ segir hún og bætir við að sjálf hafi hún skoðað ýmsa flokka á Pornhub fyrir forvitnisakir, en ekki af því að efnið kveikti í henni.

Hún segir að hann ætti frekar að einblína á það hvernig hann notar vininn, en ekki hversu stór hann er. „Þetta snýst ekki um stærðina heldur hvernig þú notar hann,“ segir hún og bætir við að sjálf hafi hún dásamlegar stundir með rekkjunautum sem þykja litlir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir okkur ekki þurfa meiri skömm – „Aðra daga er allt í skrúfunni á síðustu stundu“

Ragnhildur segir okkur ekki þurfa meiri skömm – „Aðra daga er allt í skrúfunni á síðustu stundu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ugla Tré og Gógó slá í gegn á samfélagsmiðlum – Árni kryfur samfélagsmálin, borgarstjórn og Alþingi með aulahúmor

Ugla Tré og Gógó slá í gegn á samfélagsmiðlum – Árni kryfur samfélagsmálin, borgarstjórn og Alþingi með aulahúmor