Hin 38 ára Jennifer Young er konan sem rokkarinn Dave Grohl átti barn utan hjónabands með í sumar.
Dagblaðið New York Post greinir frá þessu.
Í september var greint frá því að stórstjarnan Dave Grohl hefði eignast barn utan hjónabands. Barnið, sem er stúlka, fæddist í ágúst.
„Nýlega varð ég faðir nýfæddrar stúlku, sem fædd er utan hjónabands míns. Ég ætla mér að verða henni ástríkt og styðjandi foreldri. Ég elska eiginkonu mína og börnin mín og ég mun gera allt sem ég get til að endurvinna traust þeirra og öðlast fyrirgefningu þeirra,“ sagði Grohl í yfirlýsingu.
Dave Grohl, sem er 56 ára, hefur plægt rokkakurinn í meira en þrjá áratugi, fyrst sem trymbill gruggsveitarinnar Nirvana og síðar sem söngvari og gítarleikari Foo Fighters. Hefur hann meðal annars komið til Íslands í nokkur skipti til að leika á tónleikum. Grohl hefur verið giftur Jordym Blum síðan árið 2003 og eiga þau saman þrjár dætur.
Jennifer Young er búsett í Los Angeles með móður sinni og vinna þær nú saman að uppeldi dótturinnar. Young staðfesti að hún væri barnsmóðir Dave Grohl en vildi ekki tjá sig um að hversu miklu leyti hann kæmi að uppeldinu.
View this post on Instagram
Young er hvorki á samfélagsmiðlum né er miklar upplýsingar um hana að finna á netinu. Nafn dótturinnar, sem er nú 7 mánaða gömul, hefur ekki verið gefið upp.
„Að vernda persónuupplýsingar hennar er mjög mikilvægt, því það eru mjög margir reiðir aðdáendur þarna úti,“ sagði hún við New York Post.
Hrikt hefur í stoðum hjónabands Grohl og Blym eftir að málið kom upp. Meðal annars hefur hún sést án giftingarhringsins og hefur viðurkennt að hún treysti ekki manni sínum lengur. Engu að síður hafa hjónin sést saman, síðast fyrr í þessum mánuði.