fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Sótti um skilnað eftir að eiginmaðurinn baulaði á Taylor Swift – „Segir mér allt sem ég þarf að vita um þennan mann“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 19:00

Louisa elskar Taylor Swift. Myndir/Getty/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn eftir að hann baulaði á Taylor Swift. Hún segir þessa hegðun hans opinberandi um hvers konar maður hann sé.

Breska blaðið Daily Mail greinir frá þessu.

Louisa Melcher greindi frá því í myndbandi á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok að hún hefði sótt um skilnað frá eiginmanni sínum. Sýndi hún pappírana því til sönnunar.

Ástæðan er sú að hann tók þátt í að baula á poppsöngkonuna Taylor Swift á Super Bowl leik Philadelphia Eagles og Kansas City Chiefs í New Orleans fyrr í mánuðinum. En unnusti Swift, Travis Kelce, spilar fyrir síðarnefnda liðið.

„Ég er að skilja við eiginmann minn af því að hann baulaði á Taylor Swift á Super Bowl og ég held að hann trúi mér ekki,“ sagði Louisa, sem hefur hátt í 60 þúsund fylgjendur.  „En hann ætti að byrja að trúa mér því ég var að fylla út skilnaðarpappírana niður í ráðhúsi. Ég setti dagsetningu skilnaðar niður sem dagsetningu Super Bowl.“

Vildi bara passa inn í hópinn

Sagði hún að það hafi ekki aðeins verið baulið sjálft sem olli því að hún sótti um skilnaðinn. Heldur vegna þess sem þetta táknar í sambandi þeirra.

„Ég hef elskað Taylor Alison Swift síðan ég var 12 ára gömul. Eiginmanni mínum líkar einnig vel við hana, hann setur tónlistina hennar á þegar við erum að elda, hann á sér uppáhalds lag með henni, sem er Girl at Home,“ sagði Louisa. „En þegar við vorum á Super Bowl, ég, hann og fimm vinir hans, og Taylor kom upp á stóra skjáinn byrjuðu allir vinir hans að baula og eiginmaður minn baulaði með þeim. Og það segir mér allt sem ég þarf að vita um þennan mann af því að honum var alveg sama þótt hann særði tilfinningar mínar. Hann vildi bara passa inn í hópinn með strákunum, honum var alveg sama þó þetta væru ekki alvöru tilfinningar hans sjálfs. Hann vildi bara líta út fyrir að vera svalur og þannig haga menn sér ekki heldur strákar. Þegar þú sérð svona hegðun er ekki hægt að afsjá hana, þannig að ég er að skilja við hann.“

@loulouorange It sucks to start over, but it would suck far worse to raise my future girls with a father who thinks it’s acceptable to publicly jeer at a woman just for existing 🙅🏻‍♀️ #superbowl #taylorswift #relationship #divorce ♬ original sound – Louisa Melcher

Tók hún það fram að blessunarlega hafi hún gert við hann kaupmála áður en þau giftust. Þess vegna muni hún halda öllum þeim eignum sem hún hafi komið með í búið sem og þeim eignum sem hún hafi fengið í arf síðan.

„Hann fer sennilega ekkert á Super Bowl á næstunni þannig að þá er einum baulara færra þarna. Taylor, ég elska þig,“ sagði Louisa að lokum.

Grín er það ekki?

Fjöldi fólks hefur brugðist við myndbandinu og viðbrögðin eru mismunandi. Sumir segjast ekki trúa því að þetta sé satt hjá Louisu. „Þetta er grín er það ekki?“ spyr einn.

Aðrir segja að eiginmaðurinn sé heppinn að vera laus við hana. „Ég bið til guðs um að hann eigi hamingjuríkt líf án þín,“ sagði einn netverji. „Gott fyrir eiginmann þinn. Honum mun vegna betur í lífinu án þín,“ sagði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg með öflug skilaboð og sýnir sig alveg náttúrulega

Kristbjörg með öflug skilaboð og sýnir sig alveg náttúrulega