Málið tengist kvikmyndinni It Ends With Us og á Lively í málaferlum við mótleikara sinn og leikstjórann Justin Baldoni.
Sjá einnig: Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum
Eiginmaður Lively, leikarinn Ryan Reynolds, hefur einnig verið bendlaður við dramað og hefur Baldoni höfðað mál gegn hjónunum fyrir meintar ærumeiðingar og fjárkúgun.
Það kom því mörgum á óvart að sjá Lively og Reynolds á 50 ára afmælisþætti Saturday Night Live um helgina.
Schumer og Lively föðmuðust innilega og skiptust á orðum. Varalesari Daily Mail, Nicola Hickling, segir Lively hafa sagt: „Ég þurfti svo á þessu faðmlagi að halda,“ hún horfði síðan í áttina að eiginmanni sínum og sagði: „Guð hjálpi mér.“
Schumer á þá að hafa sagt: „Þetta verður allt í lagi. Þau eru að gera hann að einhvers konar blóraböggli.“
Samkvæmt Hickling þakkaði Lively grínistanum fyrir að „vera til staðar.“
Ef þú sérð ekki myndbandið hér að neðan, smelltu hér eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
Ryan Reynolds gerði lúmskt grín að málinu umrætt kvöld. Myndbandið má sjá hér að neðan.
@deciderdotcom Ryan Reynolds made joke about all the #itendswithus legal drama—with wife Blake Lively by his side—at the #snl50: The Anniversary Special taping. #ryanreynolds #blakelively #justinbaldoni #snl ♬ original sound – Decider