Ciaran Keating var ökumaður bifreiðar sem lenti í hörðum árekstri við annan bíl í bænum Swinford á Írlandi þennan örlagaríka dag. Í bílnum var einnig eiginkona Ciaran en þau hjónin voru á leið að horfa á son þeirra spila leik í írsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar slysið varð.
Sonur hans, Ruairí, byrjaði umræddan leik en var tekinn út af í hálfleik þegar fregnir af slysinu spurðust út.
Ökumaðurinn, hinn 22 ára gamli Dean Harte, var dæmdur í 17 mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær. Dean missti stjórn á bifreið sinni og ók beint framan á bíl Ciaran.
Var hann ákærður fyrir ógætilegan akstur sem sagður var hafa valdið slysinu. Leiddi rannsókn í ljós að skömmu fyrir slysið hafði hann sent skilaboð í gegnum WhatsApp-smáforritið og þá fundust kannabisefni í snefilmagni í blóðinu.
Ronan tjáði sig um málið á Instagram-síðu sinni í morgun þar sem hann gagnrýndi léttvæga refsingu í málinu að hans mati.
„Þessi dómur er enn eitt skelfilega dæmið um hversu gallað dómskerfið okkar er. Þú mátt drepa mann og ganga frjáls. Ekki ein nótt í fangelsi. Bara slegið á fingurna og þú færð miða til að halda lífi þínu áfram, eins og ekkert hafi gerst.“
View this post on Instagram