Það voru hins vegar ekki allir að kaupa þetta og töldu hana vera að ljúga fyrir athygli. Aðrir óskuðu henni til hamingju og sumir veltu fyrir sér hvort hún vissi hver faðirinn væri, en Lily vakti mikla athygli í lok árs í fyrra þegar hún svaf hjá 100 manns á einum degi og sýndi einlæg frá eftirmálunum, en hún grét og sagði þetta vera erfiðara en hún hefði haldið.
Efasemdamennirnir höfðu rétt fyrir sér, Lily var ekki að segja satt um að hún væri ólétt. Talsmaður hennar sagði þetta hafa verið hluti af „hlutverkaleik.“
Netverjar hafa gagnrýnt Lily harðlega fyrir brelluna og segja að það sé óviðeigandi að grínast með svona hluti.
„Vinna Lily innifelur í sér hlutverkaleiki, leikaraskap og sögur sem snúa að því sem er vinsælt í klámiðnaðinum að hverju sinni. Hún þarf að ná til réttra aðila,“ sagði talsmaðurinn.
„Skoðaðu klámflokka eins og undaneldisklám (e. breeding), óléttuklám og svo framvegis. Og tengdu svo vinnu Lily við það.“
Athæfið féll ekki vel í kramið hjá netverjum.
„Þetta er virkilega ógeðslegt,“ sagði einn.
„Þú lætur eins og þetta sé brandari, þetta er hryllingur,“ sagði annar.