fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fókus

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“

Fókus
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 14:18

Unnur Helga Gunnarsdóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Helga Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bakarísins Jóa Fel og fyrrverandi eiginkona veitingamannsins Jóhannesar Felixssonar, eða Jóa Fel, gerir upp skilnaðinn í nýju viðtali.

„Það var náttúrulega langur aðdragandi að skilnaðinum okkar Jóa,“ segir Unnur í viðtali við  Sigurlaugu M. Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1

„Og traustið var auðvitað löngu farið. En ég meina, þetta voru bara yndisleg ár og ég er mjög þakklát fyrir það allt. Svo tók við mjög erfiður tími. Skilnaðurinn var mér mjög þungbær. Það að stíga samtímis út úr hjónabandi sínu og einnig út úr fyrirtækinu sínu, sem hafði verið ástríða manns og lifibrauð í þetta langan tíma, var bara mjög stórt.“

Sá ekki fyrir sér að skilja

Hjónin skildu árið 2017 eftir tæplega 20 ára hjónaband en þau eiga tvö börn saman. Unnur segir að hún hafi ekki séð fyrir sér að skilja, auk þess sem hún hafi lifað og hrærst í fyrirtæki þeirra.

„En stundum ganga hlutirnir bara ekki upp og það er bara þannig. Og lífið fer með mann inn í allskonar ævintýri.“

Bakaríið var í rekstri þar til það varð gjaldþrota í nóvember árið 2020.

„Ég var með blæðandi sár og mér leið bara ekki vel“

Unnur segist hafa verið lengi að jafna sig á skilnaðinum.

„Já, ég var alveg lengi að jafna mig og ég var alltaf að setja súrefnisgrímurnar á alla nema sjálfa mig. Af því að ég var svo ákveðin í að standa mig, ég var svo ákveðin í að vera fyrirmynd. En það var allt í klessu inn í mér. Ég var með blæðandi sár og mér leið bara ekki vel,“ segir Unnur sem segist oft hafa fengið að heyra hversu vel hún væri að standa sig ein.

Aðspurð um hvernig henni hafi tekist að komast yfir skilnaðinn segir Unnur vin sinn hafa kynnt sig fyrir hugvíkkandi efnum fyrir tveimur árum:

„Ég hafði aldrei á ævinni heyrt um það eða ef ég hafði einhverjar skoðanir á því, var ég bara með fordóma. En þegar hann segir mér frá þessu þá bara finn ég í hjarta mínu að þetta er leið sem ég þarf að fara. Ég hugsaði: „Þetta er leiðin þín, aftur heim, þarna er ljósið þitt“. Og ég sem sagt fór þessa leið, að prófa hugvíkkandi efni. Þessi miðaldra kona í Kópavogi sem fór út í bæ og fékk sér hugvíkkandi efni.“

Skammaðist sín fyrir notkunina og þorði ekki að segja börnunum frá

Unnur segist hafa dauðskammast fyrir notkun á hugvíkkandi efnum og meðal annars ekki þorað að segja börnunum sínum frá. Þegar hún hafi loks sest niður með þeim hafi það komið í ljós að börnin sýndu enga fordóma gegn notkuninni og voru mjög upplýst um allt ferlið. Aðrir hafi þó sýnt þessu fórdóma, læknar sem aðrir.

Unnur segist ekki hafa verið óttaslegin í ferlinu, en nauðsynlegt sé að ferlinu sinni einhver sem þekki vel til verka.

„Ég var aldrei óttaslegin. Ég steig inn í þetta í svo mikilli einlægni og æðruleysi. Og ég vissi og treysti Guði. Þannig að ég fékk alveg afskaplega mikið út úr þessu. Ég komst aftur heim og fékk bara mig í fangið,“ segir Unnur sem er búin að fara í ferlið þrisvar sinnum síðustu tvö ár. 

„Og það er nauðsynlegt að hitta einhvern sem kann til verka og veit um hvað þetta snýst, bæði áður, á meðan og ekki síst eftir. Þessi efni eru ekki fyrir alla, það þarf að fara gætilega að þeim og umgangast þau með virðingu. Ég fékk svo stórt ferðalag. Ég sá hvernig myrkrið fór út úr mér og hvernig ljósið fór inn í mig.

Ég fór í meðferð með hugvíkkandi efni. Það var ekki ásetningur minn, en það var það sem gerðist. Sveppurinn minn vissi hvað hann var að gera með mig og fór inn á mína dökku staði.“

„Ég er bara að halda utan um sjálfa mig og vera í góðu sambandi við börnin, og elska bara fallega lífið sem ég á,“ segir Unnur um líf sitt í dag.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Í gær

Kristbjörg með öflug skilaboð og sýnir sig alveg náttúrulega

Kristbjörg með öflug skilaboð og sýnir sig alveg náttúrulega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fólk aftur hneykslað yfir úrslitum Söngvakeppninnar – „Hvað er að ykkur?“

Fólk aftur hneykslað yfir úrslitum Söngvakeppninnar – „Hvað er að ykkur?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vann hug og hjarta heimsins og mætir nú í Eldborg

Vann hug og hjarta heimsins og mætir nú í Eldborg