fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fókus

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Fókus
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 08:22

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið spennandi að breyta til í svefnherberginu og prófa nýjar stellingar. En það borgar sig að fara varlega því kynlífstengd slys eru algengari en þig grunar.

Læknar sem starfa á bráðamóttöku á sjúkrahúsum víðs vegar um Bandaríkin ræddu við Daily Mail um kynlífsmeiðsl og hvaða stellingar fólk ætti að forðast, eða allavega vera meðvitað um að fara varlega.

Samkvæmt læknunum er algengast að karlmenn verða fyrir meiðslum og eru oftast frá 20 til 40 ára.

Þeir sögðu einnig að sjúklingarnir eiga það til að bíða í nokkra klukkutíma, jafnvel daga, áður en þeir leita til læknis, en læknarnir sögðust mæla stranglega með því að fólk leiti strax til þeirra, það geti skipt sköpum.

„Ég sé oftast meiðsli hjá karlmönnum og oftast á kynfærasvæði, þar sem blóðæðar springa inni í typpinu og typpið verður bogið og bólgið,“ sagði læknirinn Barry Hahn við Daily Mail.  Hann starfar á bráðamóttöku í New York.

Dr. Darris Gillespie, læknir á bráðamóttöku en í Georgiu, sagði að allar stellingar, fyrir utan trúboðann, auki líkur á typpameiðslum.

Fleiri sögðu að stellingin sem kallast „öfug kúrekastelpa“ sé sú hættulegasta og þá séu mestu líkurnar á slysi.

Kynlífsleikföng gera það líka að sögn læknanna, auk auka áhættu á sýkingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt