Hjónin, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur hjá Controlant og fyrrum Ungfrú Ísland og Ungfrú Heimur árið 2005, og Pétur Rúnar Heimisson, markaðs-og þjónustustjóri fasteignafélagsins Heima, hafa sett raðhús sitt við Kjarrmóa í Garðabæ á sölu.
Húsið var byggt árið 1982 og er 140 fermetra endaraðhús á tveimur hæðum ásamt rislofti. Ásett verð er 142,5 milljónir.
Á fyrstu hæð er forstofa, og þaðan innangengt í bílskúr sem er 21 fermetri og búið að breyta í sjónvarpsrými og þvottahús með fataskápum, hol, tvö barnaherbergi og baðherbergi.
Á annarri hæð er eldhús, stofa og borðstofa samliggjandi í opnu rými með útgengi á suðursvalir sem leiðir niður í afgirtan garð með timburpalli og heitum potti. Á hæðinni eru einnig tvö barnaherbergi, baðherbergi og hol/miðrými með stiga upp í ris.
Í risinu er hjónaherbergi sem hæglega má nýta sem sjónvarpsrými.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.