fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Fókus

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye

Fókus
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 09:12

Kanye West og Bianca Censori. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar ástralska arkitektsins, Biöncu Censori, hafa miklar áhyggjur af dóttur sinni, en þau hafa verið undrandi og leið að fylgjast með Biöncu og eiginmanni hennar, rapparanum Kanye West, undanfarið eitt og hálft ár.

Alltaf þegar hjónin sjást á almannafæri er Kanye kappklæddur og Bianca í svo efnislitlum fötum að fólk spyr hver tilgangurinn með flíkinni sé. Það gerði alveg útslagið þegar Kanye fékk hana til að mæta nánast kviknakin á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina.

Sjá einnig: Bianca hefur aldrei gengið svona langt – Mætti nakin á rauða dregilinn

Í kjölfarið fór af stað skilnaðarorðrómur en þau hafa neitað fyrir það og er þetta ekki í fyrsta skipti sem slík kjaftasaga er á kreiki án þess að það rætist úr henni.

Sjá einnig: Þetta mun Bianca fá í sinn hlut við skilnaðinn

Mynd sem Kanye birti á Instagram.

Sjá einnig: Kanye West birti umdeildar djarfar myndir af eiginkonu sinni

Uppátæki þeirra rataði í fjölmiðla um allan heim og var þetta verulega umtalað og umdeilt. Margir velta fyrir sér hvort að Bianca hafi verið viljugur þátttakandi eða hvort rapparinn stjórni henni.

Foreldrar Biöncu hafa lítið sem ekkert tjáð sig um hjónin, en eftir Grammy-atvikið þá sagði móðir hennar við Mail Online:

„Við erum bara venjulegt fólk, að reyna að lifa lífinu eins rólega og frá sviðsljósinu og við getum. Ég hef ekkert að segja um Biöncu, takk fyrir.“

Eru Kanye West og Bianca Censori hætt saman? - DV

Það er sagt að foreldrar hennar viti lítið um hvernig samband þeirra virkar í raun og veru og tjá sig ekkert um það að beiðni Biöncu sjálfrar. En Mirror greinir frá því að foreldrarnir hafi miklar áhyggjur af dóttur sinni og séu miður sín yfir hegðun hjónanna síðustu ár. Heimildarmaður náinn fjölskyldunni sagði við Daily Mail að móðir Biöncu sé alveg við það að brotna saman.

Samkvæmt Mirror hafa foreldrar henni lengi velt því fyrir sér af hverju Kanye sé að klæða Biöncu á þennan hátt og eru nú komnir með kenningu.

„Þau hafa farið fram og til baka með af hverju Kanye er að þessu og sú sem hefur fengið mestan hljómgrunn er að Bianca er bara peð í leik hans til að niðurlægja Kim Kardashian.“

Þetta er allt það sem leiddi til skilnaðar Kim og Kanye - „Guð, ef fólk  bara vissi....“ - DV

Kanye og raunveruleikastjarnan Kim Kardashian voru gift frá 2014 til 2022. Þau eiga saman fjögur börn.

Sjá einnig: Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Hvað er Google Lens?

Fræðsluskot Óla tölvu: Hvað er Google Lens?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórhildur var bara að leita að bólfélaga þegar hún kynntist Marcel – Aðalatriðið á bak við gott kynlíf

Þórhildur var bara að leita að bólfélaga þegar hún kynntist Marcel – Aðalatriðið á bak við gott kynlíf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig þau halda neistanum gangandi eftir 18 ár: Opið samband eykur spennu og forvitni

Hvernig þau halda neistanum gangandi eftir 18 ár: Opið samband eykur spennu og forvitni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blóði drifinn og óljós uppruni Valentínusardagsins – Hýðingar, heiðingjar og aftökur

Blóði drifinn og óljós uppruni Valentínusardagsins – Hýðingar, heiðingjar og aftökur