Sjá einnig: Fólk aftur hneykslað yfir úrslitum Söngvakeppninnar – „Hvað er að ykkur?“
Lagið hefur verið að vekja talsverða athygli en þykir sumum það ansi líkt öðru lagi sem kom út í fyrra.
Tónlistarmaðurinn Benjamín Snær Höskuldsson, sem er í sveitinni Séra Bjössi, vakti athygli á þessu á TikTok helgina og hefur myndbandið fengið yfir 86 þúsundir áhorfa þegar fréttin er skrifuð. Hann sagði að konan hans hafi verið að horfa á Söngvakeppnina á laugardaginn og fundist lag Tinnu Óðinsdóttur, Þrá, vera mjög líkt lagi bandarísku kántrí- og poppsöngkonunnar Döshu, Austin (Boots Stop Workin’).
Dasha gaf út lagið í fyrra og rauk það upp vinsældalista um allan heim. Það naut einnig gífurlega vinsælda á TikTok og var í kjölfarið gerður dans sem sló rækilega í gegn.
@serabjossi #rúv ♬ original sound – Séra Bjössi
Benjamín prófaði að blanda saman lögunum, að setja rödd Döshu við lag Tinnu.
„Ég gerði smá tilraun. Ég tók Þrá lagið og tók raddirnar út, svo tók ég Austin lagið og setti bara raddir og prófaði að spila þetta saman og þetta er eiginlega nákvæmlega eins […] Hvað finnst ykkur? Mér finnst þetta vera stolið,“ segir hann.
Lögin má heyra hér að neðan.
Umræðan um líkindi laganna hefur verið nokkuð hávær og hafa fjöldi manns tekið undir með Séra Bjössa.
Uppfært 15:34: Tinna þvertekur fyrir að Þrá sé stolið í yfirlýsingu sem má lesa hér.
Það mætti segja að það sé árleg hefð fyrir því að fjalla um að lög í Söngvakeppninni séu lík, en þetta er líka ekki fyrsta fréttin í ár. VÆB drengirnir voru sakaðir af Ísraelsmönnum um að hafa stolið frægu brúðkaupslagi.
Sjá einnig: Ísraelsmenn saka VÆB um að hafa stolið þekktu lagi
Í fyrra var fjallað um að lag Heru væri skuggalega líkt lagi Demi Lovato. Norsku tvíburarnir sem kepptu fyrir hönd Svíþjóðar í fyrra fengu að heyra að þeirra lag, Unforgettable, væri líkt laginu Salva Mea með Faithless. Það er hægt að nefna fleiri sögur en ásakanir um meintan lagastuld virðast skjóta reglulega upp kollinum í kringum Eurovision.