fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Fókus

Fann líkt og Bridget Jones ástina eftir áföll

Fókus
Mánudaginn 17. febrúar 2025 16:31

Renée Zellweger í hlutverki sínu sem Bridget Jones í fjórðu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ástsæla Bridget Jones er mætt aftur á stóra tjaldið, í fjórðu kvikmyndinni, Bridget Jones: Mad About the Boy.

„Þetta er dálítið frávik frá síðustu tveimur myndunum,“ segir Renée Zellweger um myndina, en í henni leitar Bridget að ástinni á ný nokkrum árum eftir andlát eiginmanns hennar.

„Myndin fókusar á erfiðari hlutina sem lífið kastar í þig – þessi tímamót sem við skiljum öll á þessu stigi lífsins,“ sagði Zellweger við Today.

Sjálf hefur Zellweger ekki farið varhluta af ástarsorg, og eftir að hafa misst eina af sínum bestu vinkonum, fann hún ástina að nýju hjá bresku raunveruleikastjörnunni Ant Anstead og býr nú í Laguna Beach, Kaliforníu.

Zellweger brá sér fyrst í brækur Bridget árið 2001 í Bridget Jones’s Diary og viðurkennir að hafa deilt reynslu með persónu sinni í tvo og hálfan áratug.

„Við vitum öll um missi og að byrja upp á nýtt og reyna að lækna og við erum aldrei sama manneskjan eftir missinn, er það?“

Meðleikari hennar og náinn vinur Sally Phillips, sem leikur bestu vinkonu Bridget, Shazza, sagði Page Six frá því að Zellweger hafi mætt á fyrsta tökudegi, árið 2000, með gríðarstórt Toblerone súkkulaðistykki í því skyni að þyngjast fyrir hlutverk sitt: „Hún var að reyna að þyngjast fyrir hlutverkið í, ég dýrkaði hana strax. Renée var nýbúin að ljúka tökum á Cold Mountain  þegar við byrjuðum að taka upp mynd númer tvö og ég var nýbúin að gifta mig. Þegar myndin kom út hafði hún unnið Óskarsverðlaun fyrir Cold Mountain og ég var orðin móðir Olly sem er með Downs heilkenni. Við höfum báðar átt frábært forréttindalíf, en engu að síður höfum við líka þurft að áföll á leiðinni að þessum tímapunkti í mynd númer fjögur,“ sagði Phillips.

„Þið elskið hvort annað meira þegar þið hafið gengið í gegnum hluti saman. Persónurnar okkar hafa gengið í gegnum ýmislegt … og í lífinu höfum við gengið í gegnum sorg og missi og brotin hjörtu …“

Sally Phillips

Zellweger hefur átt í ástarsamböndum við leikarana Jim Carrey og Bradley Cooper, auk rokkarans Jack White, og hneykslaði heiminn þegar hún giftist kántrísöngvaranum Kenny Chesney aðeins fjórum mánuðum eftir að hún hitti hann, í janúar 2005.  Sambandið stóð aðeins í fjóra mánuði áður en það var ógilt. Zellweger sagði síðar við The Advocate að hún gleymi oft að hjónabandið hafi jafnvel átt sér stað.

Zellweger yfirgaf glamúrlíf Hollywood í sex ár, frá 2010 til 2016, en á þeim tíma varð hún ástfangin af tónlistarmanninum Doyle Bramhall II, en þau hættu saman árið 2019. Hún varði tíma sínum í að skrifa tónlist og læra alþjóðalög. „Ég byggði hús, bjargaði pari af eldri hundum, stofnaði til samstarfs sem leiddi til framleiðslufyrirtækis, talaði fyrir og safnaði fyrir veikan vin og varði miklum tíma með fjölskyldu og guðbörnum og keyrði um landið með hundana. Ég varð heilbrigð.“ 

Vangaveltur um útlit hennar hafa einnig verið sársaukafullar, hefur Zellweger viðurkennt.

Mikið hefur verið gert úr því hvernig andlit leikkonunnar virðist hafa breyst í gegnum árin, og vakið spurningar um lýtaaðgerðir – og „sem gefur til kynna að ég þyrfti einhvern veginn að breyta því sem var í gangi vegna þess að það virkaði ekki. Það gerir mig sorgmædda.“ 

Zellweger og Anstead

Zellweger hitti Anstead fyrst árið 2021 þegar hann tók upp þátt af Discovery+ seríunni sinni, Celebrity IOU Joyride – þar sem frægt fólk lét panta sérsniðna bíla fyrir einstaklinga í lífi sínu.

Anstead á þrjú börn, soninn Hudson fimm ára, soninn Archie, 18 ára og dótturina Amelie, 21 árs. Mætti hann með eldri börnin á frumsýningu Mad About The Boy í London.

Vinur parsins segir þau hvorugt sækjast eftir sviðsljósinu. 

„Hún flutti til Laguna Beach stuttu eftir að þau byrjuðu saman. Hún ekur smábíl og er með appelsínugula hafnaboltahúfu. Hún er eiginlega bara skrítin. Þau eru frekar lágstemmd. Þú sérð þá ekki mikið úti á lífinu, þau halda sig fyrir sig og hún er mjög náin Hudson.“ 

Phillips gæti ekki verið ánægðari fyrir hönd vinkonu sinnar.

„Við tölum mikið um ókosti þess að eldast og ekki nóg um það góða, gleðina og dýpt áratuga langrar vináttu. Ég dýrka Renee.  Hún er ein af okkar frábæru kvikmyndaleikkonum og algjör trúður, en það er engin sem er minni díva. Hún er svo fullkomlega og sannfærandi Bridget að við neitum einhvern veginn að trúa því að hún sé í raun og veru Texasbúi.  Það er hughreystandi að vita að einhvers staðar inni í hinni fullkomnu og fáguðu Renée Zellweger er dálítið frumleg bresk kona með veikleika fyrir Chardonnay.  Kannski er innra með þessari örlítið frumlegu bresku konu með veikleika fyrir Chardonnay, fáguð og fullkomin kvikmyndastjarna sem leitar útrásar.“

Zellweger og móttleikari hennar, Leo Woodall.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Í gær

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fólk aftur hneykslað yfir úrslitum Söngvakeppninnar – „Hvað er að ykkur?“

Fólk aftur hneykslað yfir úrslitum Söngvakeppninnar – „Hvað er að ykkur?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vann hug og hjarta heimsins og mætir nú í Eldborg

Vann hug og hjarta heimsins og mætir nú í Eldborg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Júlí og Dísa, Bjarni og Tinna áfram í úrslit Söngvakeppninnar

Júlí og Dísa, Bjarni og Tinna áfram í úrslit Söngvakeppninnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Risabarnið úr Jerry Springer: „Hann virkilega breytti lífi mínu til hins betra“

Risabarnið úr Jerry Springer: „Hann virkilega breytti lífi mínu til hins betra“